Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 18
•son. /‘) I dómi frá 20. nóv. 1539 °) cr síra Guðmundur Jónsson orðinn
prófastur, sjálfsagt í Árnesprófastsdæmi. Árið 1540 er síra Guð-
mundur enn ráðsmaður. l) 11. nóv. 1540 geldur Gizur biskup síra
Guðmundi eyðikotið Skáldabúðir í Gnúpverjahreppi í ráðsmanns-
kaup, en Skálholtsstað var áskilin ævarandi kaplabeit þar eftir
þörfum. 2)
Vorið 1541 gefur Gizur biskup síra Guðmundi Jónssyni prófasts-
vald yfir sínu heimafólki. 3) Sama ár kvittar hann síra Guðmund
um ráðsmannsstarfið næsta ár á undan. 4)
Síra Guðmundur var í hópi meiri hluta klerkanna í Skálholts-
biskupsdæmi, sem fylgdu hinni nýju kirkjuordinanzíu, sem tekin var
á prestastefnunni í Miðdal 28. júní 1542. 5) Hann er vottur að því í
Skálholti 7. október, 1543, að Gizur biskup festi sér Katrínu Hannes-
dóttur til eiginkonu. 6) I minnisgreinum Gizurar biskups frá 26.
febrúar 1544 7) er þess getið, að síra Guðmundur Jónsson hafi verið
viðstaddur, er reikningsskil voru gerð við ráðsmanninn, síra Jón
Bjarnason. 7) 22. febrúar 1546 geldur Gizur biskup síra Guðmundi
Jónssyni hálfa jörðina Ölvaðsholt í Flóa í staðinn fyrir þau hundruð
í Hlíð í Eystrahreppi, sem hann hafði fengið í ráðsmannskaup, en
af honum höfðu gengið með dómi. 8 *) Síra Guðmundur er oft í
dómum og við kaupgerningar á næstu árum. Árið 1548 er hann
einn reikningsmanna, er síra Jón Bjarnason ráðsmaður, stóð reikn-
ing, ö) og skömmu síðar, í marz 1548, er Gizur biskup er fallinn frá 10)
Síra Guðmundur var einn hinna sex presta í Skálholtsbiskupsdæmi,
sem 2. júlí 1550 lofa að fylgja kaþólskum sið og fylgja Jóni biskupi
Arasyni, og er loforð þetta eflaust kúgað af prestunum. 11) Til er í
AM 66a 8vo máldagi Hrepphóla með hendi síra Jóns Egilssonar 12).
4) Safn til sögu íslands I, bls. 82
5) D. I. X, 493-495. Dómurinn, sem hér er prentaður eftir frumriti, er til
í eftirriti, sem ranglega er ársett 1530 og prentað I IX. b. fornbréfasafnsins,
bls. 555-557.
1) D. I. X, 530 og 587, 2) D. I. X, 568, 3) D. I. X, 610,
4) D. I. X, 684-685, 5) D. I. X, 137, 6) D. I. X, 259,
7) D. I. XI, 295, 8) D. I. XI, 455, 9) D. I. XI, 592,
10) D. I. XI, 613, 11) D. I. XI, 790-791, 12) D. I. XII, 638.
a6
Goðasteinn