Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 24
En landróðurinn þegar þrýtur,
þá mun hægjast fyrir þér.,!
Drottins blessuð hjálparhönd, o. s. frv.
Bátinn þegar ber að landi,
bíða sá mun eftir þér,
sem kann að taka á kollubandi
og kærstur vinur þreyttum er/‘
Drottins blessuð hjálparhönd, o. s. frv.
Klæðum skinna kasta máttu,
kominn þar á fagra strönd.0
Hugumljúfa heimvon áttu,
heim í Drottins undralönd.
Drottins blessuð hjálparhönd,
hún sé jafnan yfir þér.
Þig á fögur ljóssins lönd
leiði hún, er ævin þver.
Sigurður Vigfússon (f. 4. 11. 1887, d. 15. 12. 1936), höfundur þessa
ljóðs, bóndi á Brúnum undir Eyjafjöllum, var þekktur forystumaður
í félags- cg samvinnumálum Sunnlendinga. Kona hans var Björg
Jónsdóttir frá Hallgcirsey. Er hún lesendum Goðasteins að góðu
kunn. Ljóð þetta orti Sigurður til Guðlaugs Nikulássonar í Hall-
geirsey á banasæng hans: Skýringar: 1. Skip Guðlaugs. 2-3. Lega
og landróður eiga saman. Beðið var úti á legu, eftir því að taka
landróður, þegar sjór var ekki dauður. Þar var einnig seilað út
fiski, ef vel hafði veiðzt. 4. Kollubandsmaður hljóp upp með kollu-
bandið, þegar skipið kenndi grunns. Landmaður, eða einhver ann-
ar, tók á kollubandinu með kollubandsmanninum, ef þörf krafði,
útdráttur í sjó t. d. Á miklu rcið að hafa öruggan bandamann, ef
vont var í sjó. Sbr. hér ennfr. Matth. 11, 28. vers. 5. Sjóklæði.
Guðlaugur Nikulásson í Hallgeirsey var frægur formaður og
sjósóknari. Skip hans, Trú, smíðað 1850, var eitt bezta sjóskip
Landeyinga.
Goðasteinn