Goðasteinn - 01.09.1965, Side 26
bregðist hann þeirri skyldu. í jarðskjálftunum 1896 hrundi bæði bær
og vörður bóndans á Ásmundarstöðum. Þá bjó þar Jósef sonur Is-
leifs þess, er fyrr var nefndur. Hið fyrsta, sem hann endurreisti,
var vörðurnar. Það þótti honum nauðsynlegast, þrátt fyrir yfirvof-
andi haust og vetur.
Nokkrum áratugum síðar voru vörðurnar komnar nærri falli.
Guðmundur Hróbjartsson bóndi í Hellnatúni (1863-1963), dóttur-
sonur ísleifs bónda Hafliðasonar, var þá enn allvel ern. Hann reið
dag einn upp að Ásmundarstöðum og hitti bændur að máli. Hann
bað þá að freista ekki ógæfunnar og hlaða upp að nýju vörðurnar
gömlu, fyrri en álögin hrinu á sjálfum þeim. - Þeir vöfðust ekki
í vafa um álögin, þessir gömlu Ásmundarstaðamcnn.
Fyrir ekki allmörgum árum voru vörðurnar endurhlaðnar en
misstu í þeim meðförum sumt af sérkennum sínum frá fyrri öld.
»Músagangur«
Kirkjulækjarhellir í Fljótshlíð var um skeið þingstaður Fljóts-
hlíðinga. Það bar einu sinni til á manntalsþingi þar, að bændur
þröngdust að sýslumanni, og heilsuðu honum með vinsemd, sem
honum var lítið um gefið. Gekk svo, unz honum hraut af munni:
„Mikill er sá músagangur". Þá gall við Ásgeir bóndi á Kirkjulæk:
„Já, og þú ert kötturinn, sem ert kominn til að veiða þær“.
24
Goðasteinn