Goðasteinn - 01.09.1965, Page 27
Jón R. Hjálmarsson:
Postuli Norðurlanda
Ellefu alda minning
i.
Framan af miðöldum voru Norðurlandaþjóðirnar lítt kunnar
hinum kristna heimi sunnar í álfunni. Siglingar voru þá lítið stund-
aðar og samskipti öll mjög takmörkuð. Heiðin trú átti lengi fylgi
að fagna á Norðurlöndum, eftir að hvíti Kristur hafði sigrað hugí
fólks á suðlægari breiddarbaugum.
Danir tóku kristna trú fyrstir Norðurlandabúa, og gerðist það
á stjórnarárum Haralds konungs blátannar, sem ríkti frá miðri io-
öld í um það bil 35 ár. Á bautasteini miklum, er gerður var yfir
Harald, stendur, að Haraldur hafi unnið alla Danmörk og Noreg.
og kristnað Dani. Bautasteinn þessi er annar hinna frægu Jellinge-
steina, en hinn var gerður eftir Gorm konung gamla föður Haralds.
Trúaráhugi Haralds konungs hefur þó vafalaust verið takmarkaður,
en hann var um skeið mjög upp á náð hins volduga þýzka keisara
kominn, og sá stóri herra, Ottó I., setti auðvitað sín skilyrði, sem:
urðu til þess, að konungur tók skírn og þjóðin gerðist kristin.
Kristnir menn voru þá allmargir í Danmörk og trúboð hafði
staðið þar föstum fótum allt frá því, er hinn franski munkur„
Ansgar, hóf að boða trú meðal heiðingja á danskri grund árið 826,
eða um það bil 150 árum áður, en kristni komst á þar í landi.
Ansgar þessi hefur verið nefndur postuli Norðurlanda, og var hanrr
ötull og áhugasamur í trúboðsstarfi sínu. Hann boðaði trú bæði í
Danmörk og Svíþjóð og varð fyrsti erkibiskup yfir Norðurlöndum.
Lærisveinn Ansgars, Rímbert að nafni, tók sér fyrir hendur að rita
ævisögu hans, er nefnist Vita Anscarii, og er bók sú helzta heimild
um manninn og hið norræna trúboð hans.
Er Frankar hófu að kristna Saxa og leggja land þeirra undir
Goðasteinn 25;