Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 29
og vann það til að sverja Loðvíki keisara gæfa, syni Karls mikla,
hollustueið, ef hann vildi hjálpa sér til að vinna aftur ríki sitt í
Danmörk. Frankar fóru þá mcð ófrið á hendur Guðráðarsonum
og létu Danir undan síga í fyrstu, og gat Haraldur konungur ríkt
yfir nokkrum hluta Jótlands með franskri hjálp í nokkur ár. Þar með
var skapaður grundvöllur fyrir trúboð á danskri grund, því að Har-
aldur konungur gat illa neitað hjálparmönnum sínum, Frönkum,
um að senda trúboða til ríkis síns, þótt hann væri sjálfur heiðinn.
Árið 822 fékk Ebó erkibiskup í Reims Lúðvík keisara og frank-
verskt ríkisþing til að samþykkja að hefja bæri trúboð meðal hinna
óstýrilátu heiðingja í Danmörk. Samkvæmt þeirri ákvörðun skipaði
Paskalis I. páfi Ebó sem trúboða og sérstakan umboðsmann sinn
meðal Dana og Svía. Árið 823 hélt svo Ebó mcð fríðu föruneyti
til Danmerkur. En þrátt fyrir það, að keisarinn og Frankaveldi
stæði að baki trúboði hans, varð honum lítið ágangt. Að vísu segir
í frásögnum af trúboði þessu, að Ebó hafi snúið mörgum, en stað-
reyndin er öll önnur, því að enginn söfnuður var stofnaður og engin
kirkja byggð.
Valdahlutfallið milli hinna stríðandi konungsætta breyttist mjög
þessi árin Frönkum í óhag. Haraldur klak var á undanhaldi fyrir
Guðráðarsonum, sem tóku lönd hans. Ebó hélt því frá Danmörk,
þar sem ekki var útlit fyrir, að hann héldist þar við. Hafði hann i
ferðinni keypt allmarga danska drengi. Keisarinn gaf honum jörð
skammt frá Itzehoe. Þar stofnaði Ebó klaustur, er nefndist Cella
Wellana. Hinir dönsku piltar fengu uppeldi í skóla klaustursins og
urðu kirkjunni síðar að gagni við trúboð í ættlandi þeirra.
Árið 825 var svo illa komið fyrir Haraldi klak, að hann hafði
misst alla fótfestu heima í Danmörk. Hann flýði þá enn á ný á
náðir Loðvíks keisara gæfa og tjáði honum vandræði sín. Keisar-
inn hefur verið reiður vegna lítiis árangurs af ferð Ebós og ekki
treyst Haraldi, sem hafði svikizt um að stuðla að trúboði í ríki
sínu og setti nú þau skilyrði fyrir aðstoð Franka, að Haraldur
konungur, drottning hans og allt föruneyti, skyldu taka kristna trú
cg láta skírast. Konungi var nauðugur einn kostur og tók hann og
allt föruneyti hans trú. Fór athöfn sú fram með hátíðlegri við-
höfn í Mainz.
Goðastsinn
27