Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 29

Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 29
og vann það til að sverja Loðvíki keisara gæfa, syni Karls mikla, hollustueið, ef hann vildi hjálpa sér til að vinna aftur ríki sitt í Danmörk. Frankar fóru þá mcð ófrið á hendur Guðráðarsonum og létu Danir undan síga í fyrstu, og gat Haraldur konungur ríkt yfir nokkrum hluta Jótlands með franskri hjálp í nokkur ár. Þar með var skapaður grundvöllur fyrir trúboð á danskri grund, því að Har- aldur konungur gat illa neitað hjálparmönnum sínum, Frönkum, um að senda trúboða til ríkis síns, þótt hann væri sjálfur heiðinn. Árið 822 fékk Ebó erkibiskup í Reims Lúðvík keisara og frank- verskt ríkisþing til að samþykkja að hefja bæri trúboð meðal hinna óstýrilátu heiðingja í Danmörk. Samkvæmt þeirri ákvörðun skipaði Paskalis I. páfi Ebó sem trúboða og sérstakan umboðsmann sinn meðal Dana og Svía. Árið 823 hélt svo Ebó mcð fríðu föruneyti til Danmerkur. En þrátt fyrir það, að keisarinn og Frankaveldi stæði að baki trúboði hans, varð honum lítið ágangt. Að vísu segir í frásögnum af trúboði þessu, að Ebó hafi snúið mörgum, en stað- reyndin er öll önnur, því að enginn söfnuður var stofnaður og engin kirkja byggð. Valdahlutfallið milli hinna stríðandi konungsætta breyttist mjög þessi árin Frönkum í óhag. Haraldur klak var á undanhaldi fyrir Guðráðarsonum, sem tóku lönd hans. Ebó hélt því frá Danmörk, þar sem ekki var útlit fyrir, að hann héldist þar við. Hafði hann i ferðinni keypt allmarga danska drengi. Keisarinn gaf honum jörð skammt frá Itzehoe. Þar stofnaði Ebó klaustur, er nefndist Cella Wellana. Hinir dönsku piltar fengu uppeldi í skóla klaustursins og urðu kirkjunni síðar að gagni við trúboð í ættlandi þeirra. Árið 825 var svo illa komið fyrir Haraldi klak, að hann hafði misst alla fótfestu heima í Danmörk. Hann flýði þá enn á ný á náðir Loðvíks keisara gæfa og tjáði honum vandræði sín. Keisar- inn hefur verið reiður vegna lítiis árangurs af ferð Ebós og ekki treyst Haraldi, sem hafði svikizt um að stuðla að trúboði í ríki sínu og setti nú þau skilyrði fyrir aðstoð Franka, að Haraldur konungur, drottning hans og allt föruneyti, skyldu taka kristna trú cg láta skírast. Konungi var nauðugur einn kostur og tók hann og allt föruneyti hans trú. Fór athöfn sú fram með hátíðlegri við- höfn í Mainz. Goðastsinn 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.