Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 30

Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 30
Frankar aðstoðuðu Harald við að ná löndum sínum og hélt hann heim og tók völd á ný árið 826. Samkvæmt boði keisarans varð hann að efla trúboð í landi sínu og sendi keisarinn tvo trúboða með konungi norður tii Danmerkur. Þessir trúboðar voru báðir klausturbræður frá Nýja-Corbie klaustrinu við Weserfljót. Hét sá eldri Autbert, en hinn yngri og sá, sem átti eftir að helga sig. útbreiðslu og eflingu trúarinnar á Norðurlöndum alla ævi, hét Ansgar. II. Ansgar er frankverskur, fæddur 801 í Picardíhéraðinu. Um föður hans er ekki vitað og móðir hans dó, er drengurinn var fimm ára að aldri. Þá tóku munkarnir í Benediktsklaustrinu Corbie í sama hér- aði hinn unga munaðarleysingja til uppfósturs sem oblatus. Corbieklaustrið var upphaflega stofnað sem dótturklaustur hins fræga Luxeuilklausturs í Vogesafjöllunum, er hinn írski trúboði, Columba hinn yngri, stofnaði þar árið 585. Corbie bar, sem önnur dótturklaustur Luxeuil, stöðugt einkenni hins írska iðrunaranda og trúarhita. Og eftir umbætur Karls mikla hafði þetta klaustur lagt mjög aukna áherzlu á skólastörf og vísindaiðkanir eftir engilsax- neskri fyrirmynd. Það mun því óhætt að segja, að þarna hafi Ansgar hlotið hið bezta uppeldi og menntun, sem völ var á. Hér dvaldist Ansgar í 16 ár og var að loknu skólanámi tekinn í regluna sem klausturbróðir. Var hann þá vel lærður og fékk brátt starf sem scholasticus klaustursins eða lærimcistari. Snemma tók að bera á ýmislegu í fari Ansgars umfram aðra menn, dreymdi hann merka drauma, fékk vitranir og sá sýnir. Fyrirbæri þessi höfðu oft mikil áhrif á athafnir hans og gerðir og sjálfur taldi Ansgar þau sérstakan vitnisburð um guðs velþóknun og náð. Ansgar tók hinu mesta ástfóstri við klausturlífið og taldi það eitt geta veitt mönnunum nægilegan frið og ró til trúarlegrar ígrundunar, þótt ekki yrði örlög hans að eyða ævinni innan klaust- urmúranna. En einmitt hinar ýmsu sýnir og vitranir urðu þess valdandi, að hann síðar tók trúboðsstarfið fram yfir klausturlífið og taldi hann það guðs vilja. Þegar dótturklaustrið Nýja-Corbie við Weser var stofnað 822, 28 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.