Goðasteinn - 01.09.1965, Side 31

Goðasteinn - 01.09.1965, Side 31
var Ansgar meðal munka þeirra frá Corbie, sem þar tóku aðsetur. Einnig þar stjórnaði hann klausturskólanum og messaði auk þess opinberlega í kirkju klaustursins, en það gefur til kynna að hann hafi kunnað saxneska tungu, sem var ríkjandi á þessum slóðum. Sennilega var hann þá prestvígður, og vissulega hafði hann fengið vígsiu, er hann hóf hina löngu ferð með Haraldi klak hinum danska, sem hirðprestur hans og trúboði á ókunnar og framandi slóðir árið 826. Hafi Ansgar gert sér vonir um skjótan trúboðsárangur, þá brustu þær fljótt. Hann hóf að kenna og prédika á verzlunarstöðunum tveimur við Slýfjarðarbotn, Slésvík og Heiðabæ, en starfsfriður hélzt ekki lengi. Trúarskipti Haralds konungs mun hafa gert óvini hans hálfu verri en áður og sóttu þcir nú svo fast að honum, að hann fékk ekki rönd við reist. Kom brátt að því, að hann var hrakinn brott á ný úr landi sínu.Settist hann þá að í hinu frísneska léni Riistringen við Weser, en það hafði keisarinn gefið honum sem athvarf, ef svo kynni að fara, að hann héldist ekki við í heima- landi sínu. I sögu Ansgars segir, að margir Danir hafi tekið trú, en eitthvað hlýtur það að vera orðum aukið, því engir söfnuðir voru stofnaðir né kirkja reist. Og með konungi hefur Ansgar orðið að yfirgefa Danmörk og þar með var trúboði lokið þar að sinni. Ansgar dvaldist með Haraldi konungi sem prestur hans um skeið, en brátt fékk hann ný og erfiðari verkefni. III. Árið 829 kom sendimaður frá Birni konungi í Svíþjóð á fund Loðvíks keisara og tjáði honum, að margir þar í landi óskuðu eftir kristinni guðsþjónustu og að konungurinn væri fús að leyfa starf prests í ríki sínu. Keisarinn fékk þegar mikinn áhuga og aftur var Ansgar valinn til trúboðsferðar í fjarlægt land. Ansgar fékk vitrun, þar sem honum var boðið að takast ferð þessa á hendur og var hann því mjög fýsandi hennar. Með honum til fararinnar var ráð- inn klausturbróðir að nafni Witmar, og héldu þeir brátt af stað. Á leiðinni yfir Eystrasaltið varð skip þeirra fyrir árás víkinga, sem rændu það og rupluðu. Menn sluppu þó með lífi, en allt fé- Goðasteinn 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.