Goðasteinn - 01.09.1965, Side 36

Goðasteinn - 01.09.1965, Side 36
V. Er Ansgar náði svo góðum árangri meðal Dana, hugðist hann einnig reyna á ný að kristna Svía. Þar hafði ekki verið prestur síðan Gauzbert var hrakinn burt árið 845. Ansgar sendi því þangað munkinn Ardgar, 852. Honum varð lítið ágengt, en fékk þó að þjóna hinum kristna söfnuði í Birka. Meðal annars veitti hann hinum aldna Hergeiri jarli sakramenti á dauðastundinni. Ardgar sneri brátt heim og skoraði þá Ansgar á Gauzbert, sem nú var orðinn biskup í Osnabrúck, að endurnýja trúboð sitt í Svíþjóð. Gauzbert treystist eigi og tók Ansgar þá að sér ferð þangað. Til fararinnar fékk hann meðmælabréf frá Loðvíki konungi þýzka og einnig skrifaði Hárekur Dankonungur Ólafi konungi í Svíþjóð bréf, þar sem sagði, að hann hefði aldrei hitt jafningja Ansgars i fögru líferni og heiðarleik. Lagði hann til að Svíar leyfðu svipað trúfrelsi og komið var á í Danmörk. Er Ansgar kom til Svíþjóðar, var þar allt í uppnámi. Maður einn, sem þóttist tala fyrir munn hinna heiðnu goða, sagði þau reið og ekki þyrfti fólk að vænta hjálpar þeirra, ef átrúnaður á framandi guð yrði leyfður í landinu. Lá við borð, að ráðist yrði á Ansgar og aðra kristna menn í Birka og þeir drepnir. En hinir vitrari meðal heiðingjanna miðluðu málum og niðurstaðan varð sú, að leitað var álits goðanna með hlutkesti. Svöruðu goðin þá þannig, að kristni skyldi leyfð og ekki bæri að lasta hana. Ansgar og menn hans hófu nú trúboð í Svíþjóð á ný. Konungur- inn gaf lóð undir nýja kirkju, er Ansgar lét reisa. Auk þess keypti hann hús handa presti, er þjóna skyldi þar. Brátt voru trúboðsmálin komin í svo gott horf að Ansgar hvarf aftur heim til stóls síns. Gauz- bert hafði umsjón með hinni sænsku kirkju, þar til hann dó 858. Eftir það annaðist Ansgar um hana. Þegar Ansgar kom aftur heim til stóls síns, höfðu mikil um- skipti orðið í Danmörk. Hárekur konungur hafði verið felldur frá ríki, ásamt mörgum fylgismanna og vina Ansgars í Slésvík. Hárekur yngri, sem til valda kom, lét loka kirkjunni og reka prest- inn burtu, því að hann sagði goðin reið vegna hins nýja átrúnaðar í landinu. En þessi heiðna uppreisn stóð aðeins skamma hríð, og snerist konungi brátt hugur. 34 Goðasteimi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.