Goðasteinn - 01.09.1965, Side 42
draumnum. En hún vissi ekki, hvar á landinu þetta átti að vera og
ekki heldur, hver maðurinn var, sem fylgdi henni til huldukonunn-
ar. Einnig sagði hún okkur, að daglangt hefði hún ekki kunnað við
höndina, sem hún notaði við að hjálpa huldukonunni, fannst hún
svo þvöl og skrýtin, ekki ósvipað og hún hefði verið að hjálpa kú
og þó þvegið sér úr mörgum vötnum.
Þær systurnar, Guðbjörg og Guðrún, bjuggu þá saman á Hall-
veigarstígnum í Reykjavík. Guðrún hafði sama háttinn og ég. Hún
sagði systur sinni drauminn um leið og hún vaknaði, svo nægjan-
lega virtist þetta vottfast fyrir bæði, áður en fundum bar saman.
Ég tel það hreina tilviljun, að ég skyldi segja henni drauminn, því
aldrei kom mér í hug, að hún hefði sjálf verið með mér í draumi
þessa ógleymanlegu vornótt.
Ég vil að lokum geta þess, að við Guðrún höfðum ekki sézt,
fyrr en hún kom að Reyni þetta umrædda skipti. I draumnum sá
ég ekki andlit hennar að gagni, en bæði vaxtarlagið og málrómur-
inn virtist mér svo líkt, að varla var um að villast.
40
Goðasteinn