Goðasteinn - 01.09.1965, Page 45
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum:
Kristín
á Bakka
Kristín Sigurðardóttir Ijósmóðir var fædd í Álfhólahjáleigu í
V-Landeyjum 16. júní 1874. Foreldrar hennar voru Sigurður bóndi
Halldórsson og k. h. Ingileif Björnsdóttir. Þau hjónin bjuggu á
Álfhólum, en sængurkonan lá í nágrannabæ, vegna þess að bær
þcirra hjóna var í smíðum um vorið og ékki fullgerður.
Börn þeirra hjóna, sem upp komust, voru auk Kristínar: Björn,
Magnús, Katrín - dóu uppkomin, óg. og bi. - enn fremur Guðjón
járnsmiður í Reykjavík, kv. Guðnýju Guðnadóttur, (Sonur þeirra
var Guðni, náttúrufr. d. 1948) og Halldór úrsmiður í Reykjavík
(átti Guðrúnu Eymundsdóttur, meðal barna þeirra eru Björn letur-
grafari og Sigfús tónskáld). Halldór úrsmiður er nú einn systkin-
anna á lífi.
Þau hjón fluttu búferlum frá Álfhólum að Skarðshlíð undir A-
Eyjafjöllum og þar ólst Kristín upp í hóp mannvænlegra systkina.
Þau þóttu bráðvel gefin, listfeng á ýmsan hátt, m. a. listaskrifarar,
einkum þóttu Kristín og Halldór hafa afbragðs rithönd. Kristín
Goðasteinn
43