Goðasteinn - 01.09.1965, Page 55
mér þá litið suður á túnið og sá, hvar hinn látni bóndi stóð. Ég
sagði við Benedikt: „Þarna stendur hann Sigfús. Við skulum ganga
til hans og spyrja, hvernig honum líði“. Benedikt tók því vel. Við
gengum niður túnið og þangað, sem Sigfús stóð.
Geta vil ég þess, að Sigfús var trúmaður á þá vísu, að hann trúði
nokkuð bókstaflega, án heilabrota.
Þegar við bræður komum til Sigfúsar, sagði ég formálalaust:
„Hvernig líður þér“? Hann svaraði: „Þetta er nokkuð öðru vísi en
maður bjóst við, cn það er kannski ekki að marka, þó mér finnist
það, þar sem ég var hrifinn frá konu og ungum börnum“. í þessu
vaknaði ég.
III
EINKENNILEG SÝN
Breiðabólstaðabæir heita bæirnir Breiðabólstaður, Gerði og Hali,
sem standa allir í sama túninu með stuttu millibili.
Það var venja á þessum bæjum á mínum uppvaxtarárum, og
lengur, að hafa boð inni á hverjum bæ um hátíðarnar jól cg nýár.
Gerði bauð á aðfangadagskvöld, Hali á jólakvöld cg Breiðabóls-
staður á nýárskvöld. Til skemmtunar var spil, samræður og kaffi-
drvkkja. Þessi bcð stóðu á hverjum bæ frá dagsetri til miðnættis.
Þá var gaman að lifa á Breiðabólstaðarbæjum.
Nú var það eitt nýárskvöld, þegar ég var orðinn fullvaxinn
maður, að við á Hala vorum að koma úr boði frá Breiðabólstað.
Bærinn þar er nokkurn veginn í hásuður frá Hala. Glugginn á
suðurstafni baðstofunnar á Hala blasti því beint við, þegar komið
var norður fyrir bæinn á Breiðabólstað. Sá siður var á Hala að
láta ljósið lcga í baðstofunni, þegar farið var í boð á hina bæina.
Ég veitti því eftirtekt, þegar við vorum komin stutt norður fyrir
bæinn á Breiðabólstað, að einhver hreyfing var fyrir Ijósið í bað-
stofunni á Hala. Þetta virtist þó vera úr það þunnu efni, að það
kom aldrei skuggi fyrir ljósið, mest ys og hraði, engu líkara en
hópur fólks væri að dansa, þó ekki væri hægt að greina nein danspör.
Ég spurði fólkið, sem með mér var, þar á meðal Benedikt bróður
minn, hvort baðstofuglugginn hefði verið skilinn eftir opinn. Þetta
gat líkzt því, ef hann hefði verið opinn og bærzt til fyrir hægum
Goðasteinn
53