Goðasteinn - 01.09.1965, Page 57
Fólkið á Sléttaleiti, sem lengst horfði til Steinþórs, sá hann hverfa
vestur af Markaleiti, þar sem ferðamenn hurfu yfirleitt á vestur-
leið, og hundurinn fylgdi honum langleiðina þangað.
Nú er það af mér, hinum rétta Steinþóri, að segja, að ég fór
að hugsa til heimferðar þegar birtu tók að bregða, en af því svo
mikið var að gera, mcira en ég bjóst við, þegar ég fór að heiman,
þá komst ég ekki af stað heim, fyrri en undir miðnætti. Þetta þótti
mér slæmt, af því ég var búinn að lofa mér heim fyrir dagsetur,
og heit mitt um heimkomu vildi ég yfirleitt efna, svo kona mín
yrði ekki fyrir vonbrigðum eða ótta. Þegar mér var sögð þessi saga
frá Sléttaleiti, datt mér í hug: „Er ég bráðfeigur eða er ég tvífari“?
Ég held hið seinna verði að teljast réttara.
Goðastehm
55