Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 59
hann vissi hitt og annað, svaraði hann: „Hún segir mér það kerl-
ingin í Nípunni".
Ég átti þarna heima í 60 ár og sá þessa „kerlingu“ einu sinni í
draumi. Brynjólfur hálfbróðir minn, sem sá í gegnum holt og hæðir,
sá þarna marga huldufólksbústaði og huldufólk. Amma mín á Reyni-
felli, Guðrún hin fróða, hafði verið í æsku sinni á Rauðnefsstöðum,.
cftir að hafa misst föður sinn, Guðmund Magnússon frá Núpakoti,
sem dó úr holdsveiki frá sex ungum börnum. Hún sagði, að það
væri mikið af huldufólki á Rauðnefsstöðum, sérstaklega þó í ein-
um smáhól skammt sunnan við bæinn. Á þessum hól var hesthús-
kofi, og sagði amma mín mér, að það mætti aldrei hrcyfa þennan
kofa nema aðeins yfirgerðina. í kofanum voru höfð folöld og tryppi,
en það stóð á sama, hvernig farið var með þessar skepnur, þær
fóðruðust aldrei og vart hægt að halda í þeim lífinu. Þegar ég var
10 ára, var rifið þakið af kofanum en tóftin látin standa. I þann
tíð voru ekki sléttaðar tættur, þó í miðjum túnum væri.
Svo var það, vcrið, sem ég var fermdur, að ég réðist á tóftina,
reif ofan af veggjum niður í hana, mokaði svo mold yfir og tyrfði
yfir. Þetta varð nckkuð fallegur hóll, að mér þótti, og var ég tals-
vert montinn af þessu mannvirki. Þetta breyttist þó, þegar sláttu-
vélin kom, því þá var hóllinn óþægilega fyrir. Sama máli gegndi
um gamalt garðbrot með þunnu gróðurlagi, norðvestan við hólinn,
um 20 metra langt. Það var því eitt haust, að ég skar ofan af
hólnum og garðlaginu og þar í kring. Varð það 400 fermetra flag.
Þetta sótti ég svo fast, að ef kom snjór á þýða jörð um haustið, þá
mokaði ég hann burtu, til þess að geta komizt að því að skera
þökurnar. Þetta var mikið verk. Eg fjarlægði allt grjót úr tóftinni
og þremur lögum úr garðlaginu. Var yfir þeim örþunnt graslag en
undir þeim a. m. k. þrjú, önnur grjótlög.
í austanverðum hólnum fann ég hrúgu af beinum úr 6-7 trypp-
um eða folöldum. Hafa þau vafalaust drepizt úr hor í kofanum eða
við hann.
Ég ætlaði að þekja flagið snemma næsta vor, en þegar kom að
suro.armálum, fór ég að verða svo miður mín, að ég átti mjög erfitt
með að vinna. Undir Jónsmessu kom ég þökunum þó á við illan
leik. Helgi Jónasson læknir fann ekkert að mér. Hann skaffaði joð-
Goðasteinn
57