Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 63
Jú/7 Árnason í Lcekjarbotnum:
örnefni við Veiðivötn
á Landmannaafrétti
Örcefi nefnist einu nafni sá hluti Landmannaafréttar, sem liggut
innan Tungnaár. Takmarkast sá víðlendi, en eyðilegi afréttarhluti
þannig: Frá Tungnaá eftir Blautukvísl í Blautukvíslarbotna, þaðan
í Þóristind, þaðan sjónhending í Þveröldu við norðausturbotn Þóris-
vatns, þaðan í Svartakamb, þar sem hann er hæstur og þaðan þvert
í Tungnaá. Litlu austar en miðsvæðis á Öræfunum eru Veiðivötn
á um það bil 25 km löngu svæði, í slakka milli Vatnaaldna að norð-
vestan og Snjóöldu og Snjóöldufjallgarðs að suðaustan.
Tjarnarkot nefnist veiðimannakofi við Vötnin, og hefur hann
verið þar svo lengi sem sögur herma. Hann var einnig bækistöð
Öræfamanna, en svo voru þeir nefndir, er smöiuðu Vatnasvæðið.
Kofi þessi er byggður norðvestur af hellisskúta, og var sá skúti fram
yfir aldamót 1900 einnig skýli „Vatnakarla", en svo hafa löngum
verið kallaðir þeir, sem til veiða fóru. Kofi þessi var fyrst það lítill,
að 3-4 menn gátu hafzt þar við og álíka margir í skútanum. Skút-
inn kallast ýmsum nöfnum, svo sem Hosiló, Blíðheimur, Aftanköld
o. fl. Eftir aldamótin var Tjarnarkot hresst við, hlaðið upp úr
hraunhellum og sett á það járnþak, og stækkaður var kofinn, svo
að 10 menn gátu legið þar. Voru rúmbálkar sinn til hvorrar hand-
ar, og tók sá syðri sex menn en hinn fjóra; en þröngt var á báðum
væri þessi tala fyllt. Suðvestan við aðalkofann var annar kofi, sem
notaður var sem eldhús.
Tjarnarkot stendur á litlum grastanga, sem gengur suðvestur í
Tjaldvatn, og hefur lengst af verið aðsetur flestra þeirra, er til
Goðasteinn
61