Goðasteinn - 01.09.1965, Side 64
Vatna hafa farið. Mun þar mestu hafa ráðið veðursæld, sem þar
er. Mun ég reyna að lýsa örnefnum út frá Tjarnakoti, enda ýmis ör-
nefni miðuð þaðan. Fyrst mun ég lýsa í nágrenni Tjarnarkots.
Nokkra faðma norðaustur frá Tjarnarkoti er hóll með smáskúta í,
sem snýr suðvestur, og tóttarbrot fram af skútanum, og kallast
Suðnrlandskofi. Þar héldu þeir til á tímabili, sem syðst bjuggu í
Landsveit, en nú er því löngu hætt. Rétt austar er smá hólstrýta
hol að innan og kallast Geymsla. Þar mun Ampi (Arnbjörn Guð-
brandsson frá Króktúni, síðar nefndur) hafa geymt eitthvað af bú-
slóð sinni. Rétt þar austar er ílangt tóttarbrot, og átti það að verða
hesthús Ampa, en aldrei mun hafa verið gert yfir það. Nokkrum
tugum metra norðaustar er hóll, strýtumyndaður og um eitt skeið
að nokkru leyti holur innan, kallaður Ampahótt. Þar hafðist Arn-
björn frá Króktúni við sumarið 1880 og fram yfir veturnætur ásamt
konu sinni Guðlaugu Stefánsdóttur. Skammt frá þeim „bæjardyr-
um“ eru leifar af litlu, upphaflega borghlöðnu eldhúsi, en neðar og
nær læknum voru nokkrar silungskrær. Vestan við Ampahól er
hringmyndaður hraunhóll, sléttur að sjá að ofan, og kallast Vatns-
gígur, því að ofan í hann gengur gjóta mikil með djúpu vatni í, og
eru 15 faðmar niður að vatninu. Norður af Vatnsgígnum er tóttar-
brot úr hellugrjóti, upphaflega borghlaðið, og var það herzlubirgi
Ampa. En suðaustur af Ampahól er samanfallin smá kofatótt, sem
heitir Hlíðarendakofi. Lágu þar við tveir menn frá Vigfúsi Þórarins-
syni sýslumanni á Hlíðarenda, er þarna stunduðu veiðar. Suður af
tótt þessari var stór vatnslind, sem kölluð var Hlíðarendalind og
var vatnsból Arnbjarnar, en fylltist af sandi veturinn 1946-47. Norð-
austur af Ampahól, rétt norðan undir háum kletti, var heygarður
Arnbjarnar, en er nú notaður sem rétt. Spölkorn norðaustur af
heygarðinum er röð fimm gíga, og stefnir gígaröðin í norðaustur.
Vatn er í tveimur gíganna. Sá gígurinn, sem næstur er Tjarnar-
koti, heitir Hestagígur, og rúmar allt að 50 hesta í einu. Á gíga-
röðinni er vatnspollur með lágum hömrum á alla vegu, og er nefnd-
ur Andapottur. Þar höfðust við ellefu andategundir til 1918 að
Katla gaus, en enginn fugl hefur sézt þar síðan svo vitað sé. I suð-
austur af Andapolli er há alda, sem heitir Miðmorgunsalda, því að
þar er miður morgunn frá Tjarnarkoti. í suðaustur frá Tjarnarkoti,
62
Goðasteinn