Goðasteinn - 01.09.1965, Page 67
Kvíarnar í Skálavatni, Skálafell í baksýn, sést í horniið á Snjóöldu
stæisti hóllinn í því Bólið; þar hefur oftar en einu sinni gengið fé
úti vetrarlangt og afklæðzt vel. Syðst í hrauninu, frá Fossvatni og
svo langt sem hraunið nær, er jarðsig, sem heitir Gjáin, og er fagurt
þar sumsstaðar. Fremst í hrauninu er smá klettahóll, sem er
klofinn í sundur og kallast Hrófið, því að þar hefur Fossvatnsbát-
urinn verið geymdur svo lengi, sem sögur herma. Innan við hraunið
er ölduhryggur, hvorki hár né þykkur, og kallast Litlasjóshryggur,
og er hann við suðvesturenda Litlasjós, sem er stærsta vatnið á
öllu Vatnasvæðinu, 7Y2 km á lengd, loftlína. Mesta dýpi þessa vatns
er „16 m, í víkinni austan við eyjuna“. Litlasjósver heitir við vestur-
enda Litlasjós. í austur af Miðmorgunsöldu og suðaustur af Stóra-
Fossvatni er stórt vatn, sem Grœnavatn heitir (dýpst „14 m, í krik-
anum sunnan við mjóu sandeyrina"), og liggur nokkur hluti þess
inn mcð Litlasjó að austan. En austan Grænavatns er Snjóöldu-
fjallgarður og nær inn fyrir Litlasjó að austan; nyrzti hluti fjall-
garðsins er allmikið fjall með hömrum á báða vegu, og heitir
Hamrafett. Við innri enda þess er mjótt skarð í gegnum fjallgarðinn,
og heitir það Laufskarð, einnig nefnt Hraunskarð, en inn af því er
Goðasteinn
65