Goðasteinn - 01.09.1965, Page 75
y. Skúli Guðmundsson Svanborg Lýðsdóttir
Skúli ól allan sinn aldur á Keldum, og þeirri jörð fórnaði hanrr
öllum kröftum sínum, sem ríkulega blessaðist. Má með eindæmum
telja, að hafa bjargað bæ og kirkju frá gjöreyðingu sands. Kostaði
sú elja hann harða baráttu við hin ógurlegu öfl, sem við var að
etja, í þau 61 ár, sem hann hafði forráð Keldna, fyrst sem ráðsmaður
Þuríðar móður sinnar í n ár og síðan sem bóndi.
Sú barátta nær raunar til búskapar afa míns, Guðmundar Brynj-
ólfssonar, í hálfa öld. Synir hans og vinnumenn unnu löngum að
því að hreinsa sand af túnum cg bera í stóra hauga, sem tyrft
var yfir. Sést enn móta fyrir þeim, 1965. Einna erfiðast var þetta
um og uppúr 1880 í hinum voðalegu sandveðrum, sem lögðu margar
jarðir á Rangárvöllum í eyði.
^ Skúli hlóð á ráðsmannsárum sínum tvíhlaðna, axlarháa grjót-
garða fyrir öllu upptúninu til varnar sandi. Eru þeir mörg hundruð
■ metrar á lengd, gífurlegt verk. Þeir eru hlaðnir í stubbum og op á
milli. Gekk svo næsti garður inn á hinn. Þetta var frumleg hugsun,
Goðastcinn
73