Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 83
Pabbi var mjög félagslyndur. Þegar æskulýðurinn á Keldum vildi
ferðast eitthvað, var pabbi tilbúinn líka, hvort heldur var í bii
eða á hesti. Þannig kynntumst við fegurstu og frægustu stöðum
Suðurlandsundirlendis, svo sem Þrastaskógi, Þingvöllum, Laugar-
dal, Gcysi, Gullfossi, Þjórsárdal. Til Heklu fórum við 20. ágúst
1920. f þeirri för var Engilbert Kristjánsson, fósturbarn á Keldum,
nú bóndi í Pulu, þá aðeins 10 ára að aldri. Austur á bóginn ferð-
uðumst við um Þríhyrning, Vatnsdalsfjall, Þórsmörk og í Nauthúsa-
gil, já, eitt sinn allt austur á Síðu. Tók sú ferð fjóra daga. f þessum
ferðum var pabbi sífræðandi okkur um söguna og landið, og okkur
var tekið með kostum, hvar sem komið var. Hestakostur var mikill
og góður á Keldum. Reiðhestar pabba, Hringur elztur, er ég man,
og Bleikur síðastur, voru afbragðs gæðingar, Hringur stökkhestur,
öskuviljugur, Bleikur viljugur og gammvakur.
Skúli lét ekki byltingar í byggingum hafa mikil áhrif á sig, lét
þær ekki freista sín til að leggja gamlar og mcrkar byggingar að
velli, eins og t. d. skálann gamla, sem máske er frumstig húsagerðar
á íslandi. Hélt hann skálanum vel í horfi, líkt og forverar hans,
hinir stórmerku búhöldar á Keldum. Jarðskjálftar skemmdu stund-
um skálann og öndina, en jafnan voru þær skemmdir bættar og eins
það, sem fúnaði af viðum. Fyrir þessa umönnun er Keldnaskálinn
enn til, eini skáli landsins og um leið langelzta hús þess, máske frá
því fyrir 1200. Mætti ætla, að hann sé upphaflega klausturhús Jóns
Loftssonar í Odda, sem dó á Keldum 1197. Baðstofan með skar-
súðinni, frá 1891, er annað stig húsagerðar og þriðja stigið er timb-
urhúsið frá 1937. Þessi þrjú stig í húsagerð sjást hvergi saman
nema hér.
Það var heimilislegt í Keldnabaðstofunni og bjart við Ijósið frá
tveimur, stórum hengilömpum í sitt hvorum enda, þar sem heimilis-
fólkið var allt saman komið við vinnu sína. Las þá einn upphátt,
þegar vefstóllinn var ekki í gangi, t. d. íslendingasögurnar og sögur
Jóns Trausta, sem mikill fengur þótti að. Lestrarfélag var þá starf-
andi í hreppnum og bárust bækur þess bæ frá bæ. Blöðin voru einnig
lesin upphátt, þar á meðal Heimskringla, sem sagði frá gangi stríðs-
ins 1914-18. Skelfdu þær frásagnir suma, þótt ekki kæmust í hálf-
kvisti við drápstækni þá, sem réði gangi síðustu styrjaldar.
Goðasteinn
81