Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 86
Skúli fékkst talsvert við fróðleikssöfnun, þar á mcðal ættfræði.
Rakti hann föðurætt sína til fjölmargra landnámsmanna. Hjá hon-
um fór saman áhugi og góður kostur bóka og skjala.
Ung var mamma við nám í Kvennaskóla Reykjavíkur og kom
það að góðum notum í lífi sínu. Hún var vel vaxin því hlutverki að
vera húsfrú á stóru heimili, rækti það svo vel, að til fyrirmyndat
má telja. Hún var góðhjörtuð og hugsunarsöm. Vil ég segja eitt
dæmi þess: Mamma komst að því, að fátækur barnamaður hér í
hreppi, Jón Jónsson bóndi í Langekru, gat ekki farið í sóknarkirkju
sína í Odda, af því hann átti engin spariföt. Hafði svo gengið
nokkurn tíma, jafnvel eitt til tvö ár. Þá gaf mamma Jóni alklæðnað
úr áferðarfallegum ormeldúk, sem hún óf sjálf. Þegar Jón, löngu
síðar, þá kaupmaður í Rangá í Reykjavík, talsvert stöndugur,
minntist fátæktar sinnar í Ekru, komu tár í augu hans fyrir það
kærleiksverk - sem hann svo kallaði - sem mamma auðsýndi hon-
um í neyð hans.
Stuðzt við heimildir Skúla Guðmundssonar. G. S.
Gömul vísa
Fótunum enga finn ég hvíld,
finnst mér lífið gleðisnautt.
Sendur er ég að biðja um bíld,
barnið er liðið en ekki dautt.
Skráð eftir Jóni Hafliðasyni frá Dyrhólum.
84
Godasteinn