Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 89

Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 89
Kálfurinn var settur á innsta fjósbásinn. Skömmu seinna kom Jón heim. Fannst honum kálfurinn vænlegt kýrefni og ákvað að setja hann á. Daginn eftir gerði mikið austanóveður. Bar þá mjög á veggruna í fjósinu, svo innsti básinn fór á flot. Dætur Elínar brugðu þá við og fluttu kusu á næsta bás. Nóttina eftir dreymdi Elínu, að hún gekk út í fjós til mjalta ásamt Solveigu Finnsdóttur, stjúpmóður sinni. Bæru þær grottalampa með ljósi í annarri mjalta- skjólunni, því brugðið var birtu. Elín gekk á undan inn í fjósið og bar fyrir sér ljósið. Sá hún þá, að ókunnug kona stóð aftan við yzta fjósbásinn, en á brún hans var kýrhaus, sem notaður var til að sitja á við mjaltirnar. Þessi ókunnuga kona var með reiðilegu bragði. Hún spyrnti við kýrhausnum og mælti: „Það er ergilegt að sjá þenn- an haus alltaf ofan í skítnum“, gekk í töluðum orðum inn eftir flórnum og bætti við: „en þó er það enn þá ergilegra að sjá kálfaf- mánina á básnum, sem ég ætlaði að nota“. Þótti Elínu hún svo hverfa inn í stóra steininn í fjósgaflaðinu. Elínu geðjaðist illa að draumnum. Ofan á það bættist, að henni fannst draumkonan ekki skilja við sig í vöku eða svefni næstu dægur. Nú er að segja frá kálfinum. Allt í einu hætti hann að melta mjólkina, sem honum var gefin, og horaðist niður. Var sá úrskurður felldur af heimafólki, að ekki þýddi annað en draga um barkann á honum. Elín ein taldi honum þó ekki allar bjargir bannaðar og lét flytja hann aftur á innsta básinn. Gerðist þá tvennt í senn, kálfinum bráðbatnaði, og draumkonan hætti að ásækja Elínu. Einhvern veg- inn óraði Elínu fyrir því, að kusa yrði engin happaskepna. Ekki bar á öðru en hún dafnaði vel um veturinn. Svo gekk vorið í garð. Kusa var tjóðruð úti á túni, þegar nauthagi kom, og síðan sett á beit með kúnum. Hljóp hún þá undir þær, eina af annarri, og þurrsaug. Að bragði var komið í veg fyrir það og kusa færð upp í Melrakkadal, þar sem geldneyti og kálfar höfðu beitiland á sumrum. Um haustið amaðist Elín heldur við því, að kusa yrði sett á vet- ur, en aðrir töldu líklegt, að þá færi forgörðum efni í góðan mjólk- urgrip, og réði það betur. Á hæfilegum tíma festi kusa fang, og fór allt að réttum skilum, unz kom að burði. Hann gekk að óskum, en önnur varð raunin, þegar átti að mjólka nýbæruna, ekkert mjólkur- Goðasteinn 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.