Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 89
Kálfurinn var settur á innsta fjósbásinn. Skömmu seinna kom
Jón heim. Fannst honum kálfurinn vænlegt kýrefni og ákvað að
setja hann á. Daginn eftir gerði mikið austanóveður. Bar þá mjög
á veggruna í fjósinu, svo innsti básinn fór á flot. Dætur Elínar
brugðu þá við og fluttu kusu á næsta bás. Nóttina eftir dreymdi
Elínu, að hún gekk út í fjós til mjalta ásamt Solveigu Finnsdóttur,
stjúpmóður sinni. Bæru þær grottalampa með ljósi í annarri mjalta-
skjólunni, því brugðið var birtu. Elín gekk á undan inn í fjósið og
bar fyrir sér ljósið. Sá hún þá, að ókunnug kona stóð aftan við yzta
fjósbásinn, en á brún hans var kýrhaus, sem notaður var til að sitja
á við mjaltirnar. Þessi ókunnuga kona var með reiðilegu bragði.
Hún spyrnti við kýrhausnum og mælti: „Það er ergilegt að sjá þenn-
an haus alltaf ofan í skítnum“, gekk í töluðum orðum inn eftir
flórnum og bætti við: „en þó er það enn þá ergilegra að sjá kálfaf-
mánina á básnum, sem ég ætlaði að nota“. Þótti Elínu hún svo
hverfa inn í stóra steininn í fjósgaflaðinu.
Elínu geðjaðist illa að draumnum. Ofan á það bættist, að henni
fannst draumkonan ekki skilja við sig í vöku eða svefni næstu
dægur.
Nú er að segja frá kálfinum. Allt í einu hætti hann að melta
mjólkina, sem honum var gefin, og horaðist niður. Var sá úrskurður
felldur af heimafólki, að ekki þýddi annað en draga um barkann á
honum. Elín ein taldi honum þó ekki allar bjargir bannaðar og lét
flytja hann aftur á innsta básinn. Gerðist þá tvennt í senn, kálfinum
bráðbatnaði, og draumkonan hætti að ásækja Elínu. Einhvern veg-
inn óraði Elínu fyrir því, að kusa yrði engin happaskepna.
Ekki bar á öðru en hún dafnaði vel um veturinn. Svo gekk vorið
í garð. Kusa var tjóðruð úti á túni, þegar nauthagi kom, og síðan
sett á beit með kúnum. Hljóp hún þá undir þær, eina af annarri, og
þurrsaug. Að bragði var komið í veg fyrir það og kusa færð upp í
Melrakkadal, þar sem geldneyti og kálfar höfðu beitiland á sumrum.
Um haustið amaðist Elín heldur við því, að kusa yrði sett á vet-
ur, en aðrir töldu líklegt, að þá færi forgörðum efni í góðan mjólk-
urgrip, og réði það betur. Á hæfilegum tíma festi kusa fang, og fór
allt að réttum skilum, unz kom að burði. Hann gekk að óskum, en
önnur varð raunin, þegar átti að mjólka nýbæruna, ekkert mjólkur-
Goðasteinn
87