Goðasteinn - 01.09.1965, Page 92
IV. Vísa um Pál í Árkvörn
Páll Sigurðsson alþingismaður í Árkvörn í Fljótshlíð var lög-
fróður og laginn við að verja mál og sækja. Margir minnimáttar
menn leituðu halds og trausts hjá honum í málum. Skjólstæðingur
Páls dvaldi með honum um tíma og vann fyrir brauði sínu með því
að lagfæra túngarða í Árkvörn. Óvinur Páls reið þar hjá garði og sá,
hverju fram fór. Hann orti þá þessa vísu, og er raunar ekki að öllu
ljóst, hvernig á henni stendur:
Páll, sem prestum hrindir
úr prédikunargjörð,
sumra hleður syndir
sín í garðaskörð,
óguðlegum liðsemd lér.
Honum umbun verður vís,
af veröld þegar fer.
Sögn Auðunar Pálssonar frá Nikulásarhúsum o. fl.
V. Tvær förusögur
i
Margrét dóttir Sveins Alexanderssonar umboðsmanns á Sólheim-
um í Mýrdal bjó á Rauðafelli undir Eyjafjöllum. Það bar fyrir hana
eitt gamlárskvöld í fögru veðri og tunglsljósi, er hún stóð í bæjar-
dyrum sínum, að ferðamannalest fór hjá garði, margir ríðandi
menn og hestar undir klyfjum. Ein kona vék út úr hópnum og reið
heim að bænum. Hún var stór vexti, vel búin og fyrirmannleg. Ekki
bar Margrét kennsl á hana, er hún kom í bjarmann frá baðstofu-
glugganum. Hún heilsaði að hætti góðra manna og bað Margréti að
gefa sér að drekka. Margrét gekk þá til bæjar og bar brátt út svala-
90
Goðasteinn