Goðasteinn - 01.09.1965, Page 96
Aðaleinkenni lyppulára eru auðgreind: Okar eru á hornum,
gegnumboraðir að ofan og neðan. Breiðar rimar, eða fjalir, eru
felldar í okagötin og mynda hliðar og gafla. Spjöld eru felld milli
rima og allt umhverfis. Botn er trénegldur. Til er, að rimlar komi í
stað spjalda, ská- eða réttsettir. Mætti með réttu tala um spjalda-
eða þiljulár og rimialár. Lárar með hreinu meis- eða kláflagi eru til
á stöku stað. Þeir voru einkum til að geyma í hnykla og oft nefndir
ullar- eða hrosshárskláfar ( V.Skaft.Rang.).
Byggðasafnið í Skógum á enn engan trafalár, en lyppulára nokkra,
stóra og smáa, ágæta gripi á sínu sviði. Fengið hef ég lára, sem voru
að líða undir lok og liggja enn í lamasessi. Gömul þjóðtrú var, að
óheill fylgdi því að gera upp bilaðan lár. Útbreiðslu hennar þekki
ég ekki.
Einn ullarkláf. a. m. k., á byggðasafnið, smíðaðan af konu í
Skaftafellssýslu fyrir tæpum ioo árum. Annan ámóta gamlan, smíð-
aðan úr birki úr Hraunteig á Rangárvöllum, hef ég séð.
Lyppulár Skarðshlíðarsystkina er eini útskorni lár safnsins, og
gegnir raunar furðu, að ekki skuli vera fleiri. Margir útskornir lárar
hafa glatazt á síðustu tveimur mannsöldrum. Gömul vinkona mín,
fyrir skömmu dáin, kvaðst hafa átt tvo útskorna lára í æsku. Þeir
liðuðust í sundur sem dúkkurúm.
Skarðshlíðarlárinn er sviphreinn og yfirlætislaus, smíðaður úr furu.
Hann ber nú safnnúmer 1492. Stærð hans er sem hér segir: Lengd
25,7 cm, breidd 20,5 cm, hæð oka 22 cm. Okar rísa, að venju, hærra
og ganga neðar en hliðar og gaflar. Hæð hliða er 15,5 cm, hæð gafla
er 16,5 cm. Gaflar ná ekki jafn langt niður og hliðar og rísa líka
hærra upp. Botn hefur aðeins festingu við þá. Milli rima eru fjalir,
felldar langsum, ein á hvorri hlið og ein á hvorum gafli. Aðra hlið-
arfjölina vantar, mjóir rimlar eru felldir utan á gaflfjalir miðjar,
milli oka. Mikið skortir á, að rimar eða fjalir hafi jafna breidd enda
milli, enda virðist hefill ekki hafa komið nærri þessari smíði. Rimar
eru trénegldar í oka. Geta má þess, að önnur botnfjöl er úr maðk-
smognu rekatré.
Skal nú aðeins vikið að útskurði: Neðri rimar eru skreyttar jurta-
teinungum í gömlum, hefðbundnum stíl. Ofan við þá er tanna-
bekkur. Efri rimar segja nafn fyrsta eiganda: RAGN/HILDUR
94
Goðasteinn