Goðasteinn - 01.09.1965, Page 99

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 99
]ón R. Hjálmarsson: Hugleiðingar um skólamál Framsöguerindi d móti Stúdentafélags Miðvesturlands að Bifröst 3. júlí 1965 Það er mikil og vaxandi árátta margra manna í okkar ágæta landi að gagnrýna. Einkum hefur síðustu árin kveðið mikið að hinni ófrjóu gagnrýni, sem miðar að því að rífa niður, það sem aðrir eru að byggja upp, oft af litlum efnum. Gagnrýni er vitaskuld holl og nauðsynleg og hún er eitt af aðalsmerkjum þess þjóðskipulags, er kennir sig við frelsi og lýðræði. En þegar svo er komið, að gagn- rýnendur keppast við að brjóta niður, án þess þá að benda á leiðir eða að reyna að byggja upp eitthvað sjálfir í staðinn, getur svo farið, að eftir standi sviðin jörð, þar sem áður var kominn nokkur gróður. Þess vegna getum við í sumum tilvikum talað um neikvæða gagnrýni. Með því að taka af handahófi nokkur dæmi, ætti að liggja ljóst fyrir hvað við er átt með því að minnast á gagnrýni af þessu tagi: Ljóðskáld, sem yrkja rímuð ljóð í hefðbundnum stíl, eru harðlega vítt, innlendir leikritahöfundar eru taldir fyrir neðan allar hellur, málarar, sem ekki mála óskiljanleg klessuverk, heldur bregða upp myndum af fögru landslagi eða öðrum hrífandi fyrirmyndum, eru sagðir gamaldags og heldur litlir karlar, bindindismenn eru óalandi og óferjandi og allt starf þeirra til einskis gagns, ef ekki beinlínis skaðlegt, ekki má byggja eina sæmilega rúmgóða kirkju í höfuð- borginni, svo að ekki sé minnzt á endurreisn Skálholtsstaðar, sem sögð er ganga glæpi næst, menn sem vilja vinna að því að græða sár landsins og klæða það nýjum skógi, eru taldir afglapar og hlægi- legir gerðir. Svona mætti lengi telja, þótt nú verði látið staðar num- ið. Samt skal aðeins minnzt á skólamálin. Þau liggja vel við höggi og hafa því óspart orðið fyrir gagnrýni, bæði þeirra, sem til þekkja, Goðasteimi 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.