Goðasteinn - 01.09.1965, Page 99
]ón R. Hjálmarsson:
Hugleiðingar um skólamál
Framsöguerindi d móti Stúdentafélags Miðvesturlands að Bifröst
3. júlí 1965
Það er mikil og vaxandi árátta margra manna í okkar ágæta landi
að gagnrýna. Einkum hefur síðustu árin kveðið mikið að hinni
ófrjóu gagnrýni, sem miðar að því að rífa niður, það sem aðrir eru
að byggja upp, oft af litlum efnum. Gagnrýni er vitaskuld holl og
nauðsynleg og hún er eitt af aðalsmerkjum þess þjóðskipulags, er
kennir sig við frelsi og lýðræði. En þegar svo er komið, að gagn-
rýnendur keppast við að brjóta niður, án þess þá að benda á leiðir
eða að reyna að byggja upp eitthvað sjálfir í staðinn, getur svo
farið, að eftir standi sviðin jörð, þar sem áður var kominn nokkur
gróður. Þess vegna getum við í sumum tilvikum talað um neikvæða
gagnrýni.
Með því að taka af handahófi nokkur dæmi, ætti að liggja ljóst
fyrir hvað við er átt með því að minnast á gagnrýni af þessu tagi:
Ljóðskáld, sem yrkja rímuð ljóð í hefðbundnum stíl, eru harðlega
vítt, innlendir leikritahöfundar eru taldir fyrir neðan allar hellur,
málarar, sem ekki mála óskiljanleg klessuverk, heldur bregða upp
myndum af fögru landslagi eða öðrum hrífandi fyrirmyndum, eru
sagðir gamaldags og heldur litlir karlar, bindindismenn eru óalandi
og óferjandi og allt starf þeirra til einskis gagns, ef ekki beinlínis
skaðlegt, ekki má byggja eina sæmilega rúmgóða kirkju í höfuð-
borginni, svo að ekki sé minnzt á endurreisn Skálholtsstaðar, sem
sögð er ganga glæpi næst, menn sem vilja vinna að því að græða
sár landsins og klæða það nýjum skógi, eru taldir afglapar og hlægi-
legir gerðir. Svona mætti lengi telja, þótt nú verði látið staðar num-
ið. Samt skal aðeins minnzt á skólamálin. Þau liggja vel við höggi
og hafa því óspart orðið fyrir gagnrýni, bæði þeirra, sem til þekkja,
Goðasteimi
97