Goðasteinn - 01.09.1965, Side 105
Raddir lesenda
Af og til berast Goðasteini kveðjur góðvina, sem gott er að
halda til haga.
Einar Sigurfimisson í V'estmannaeyjutn hefur „guðað á gluggann"
og reynzt góður gestur að venju. Hann segir: „Goðasteinn, i. hefti
þ. á. flytur greinargóða umsögn um Guðmund Guðmundsson, kall-
aðan kíki. Ritið mælist til að fá „meira að heyra“ um þenna nafn-
kunna mann. í tilefni af því eru eftirfarandi smágreinar:
Guðmund kíki þckkti ég vel. Allt frá æsku er mér hann nokkuð
minnisstæður, því oft kom hann á heimilið, þar sem ég ólst upp,
dvaldi þar daglangt og stundum lengur. Hann ræddi margt, sem
vert hcfði verið að halda til haga. Nokkra smáþætti festi ég á
blað, og voru þeir prentaðir í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins 1935,
35. tbl. Og svo tók Pálmi H. Jónsson þá upp í rit sitt Hjartaásinn,
8.-9. hefti 1952, þó án leyfis. Þetta má Goðasteinn endurprenta.
Guðmundur gisti oft á Rofabæ í Meðallandi hjá Ingimundi hrepp-
stjóra Eiríkssyni. „Ingimundur er vitur maður“, sagði hann, „en
mér er minna um frúna“.
Einu sinni tók Sigurður stjúpi minn Gvend í kaupavinnu um
sláttinn, réði hann í tvær vikur. Það vildi nú svo til, þegar fyrri
vikan var nær á enda, að móðir mín lagðist á sæng. Sama kveldið
gekk kaupamaðurinn úr vistinni. „Ekki er ég skyldugur til að vinna
fyrir því, sem aðrir unga út“, sagði hann.
Þegar ég bjó að Syðri- Steinsmýri, var það síðla sumars, að ég
hafði flutt hey heim á tún í votabandi. Þurrkur var og búið að
breiða þetta hey og þurrka. Nálægt miðjum degi, bar Gvend að
garði. Þegar karl hafði heilsað og litið í kringum sig, sagði hann:
„Hér þarf vasklega að verki að ganga, ef allt þetta skal í bönd
fyrir myrkur“. „Vilt þú leggja hönd að verki með okkur“? sagði
ég. „Lengra var ferðinni heitið“, kvað hann. „En áttu hrífu, sem
gagn er í? Saxað get ég nokkrar sátur, en ekki hentar hraustum
Goðasteinn
103