Goðasteinn - 01.09.1973, Page 6

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 6
hennar sagt mér sitt af hverju um þennan afa sinn og ömmu. Ýmsa leiðbeining hef ég haft af bók föður míns um Keldur. Ártöl og dagsetningar eru eftir heimildum í Þjóðskjalasafni. Getið cetternis. Þorgils var af góðu bændakyni á Rangárvöllum. Hann var fæddur á Rauðnefsstöðum 19. marz 1799, sonur Jóns bónda þar Þorgilssonar bónda á Reynifelli, Þorgilssonar á Efrahvoli, Jóns- sonar á Skeiði í Hvolhrepp, Þorgilssonar. „Allt ágætir bændur", segir Pétur Zóphóníasson ættfræðingur. (Víkingslækjarætt, bls. 263). - Móðir Þorgils, kona Jóns á Rauðnefsstöðum, var Ingveld- ur, dóttir Guðmundar Erlendssonar bónda í Keldnaseli, síðar á Keldum, og fyrri konu hans, Höllu Valdadóttur, sem ættuo var utan úr Holtum. (V. G.: Keldur, bls. 65). Um ættir Guðmundar Erlendssonar má vísa í ættartölu þá, er Hannes Þorsteinsson hefur tekið saman og birt er framan við bók Böðvars á Laugarvatni: „Undir tindum“. Jón og Ingveldur, foreldrar Þorgils, giftust 18. okt. 1785 og hófu búskap á Rauðnefsstöðum sama ár. Jón bóndi andaðist þar 13. des. 1824, 67 ára að aldri, en Ingveldur dó 10 árum seinna, 13. júlí 1834, 72 ára, hjá syni sínum á Rauðnefsstöðum. Þau hjón höfðu framan af búið við ómegð og þröngan hag, en flest börn þeirra náðu góðum þroska, áttu afkvæmi, og varð frændgarður- inn stór. Skulu hér ekki taldir af því frændliði aðrir en þeir, sem margir munu kannast við. Eitt af systkinum Þorgils var Eiríkur bóndi í Tungu á Rangár- völlum. Hann átti fjölda barna og þcirra á meðal tvo Jóna. Jón eldri var faðir Odds í Lunansholti, Ingibjargar Frímannskonu og þeirra systkina. Jóns yngra verður getið hér síðar. - Annar bróðir Þorgils var Finnbogi bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hann var afi Guðlaugar saumakonu og Hildar, móður Einars M. Jónssonar skálds. - Ein systir Þorgils var Guðbjörg. Hana átti Sigurður Bárðarson frá Króktúni. Þeirra son var Bárður bóndi í Kollabæ í Fljótshlíð. - Guðrúnar voru tvær, systur Þorgils. Guðrúnu eldri átti Brandur Eiríksson frá Bolholti, bóndi á Úlfsstöðum í Land- Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.