Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 33
Þá gekk bóndi á lagið og lagði enn meira að honum að drekka
hjá sér eitt staup. - Þorgils afþakkaði enn sem fyrr, en sagðist
skyldi þiggja dálitla hressingu, um leið og hann færi á bak.
Þegar Þorgils var ferðbúinn, kom bóndi út á hlað með flösk-
una og staupið og bjóst til að skenkja í það, en þá sagði Þorgils:
„Nei, blessaður, vertu ekki að væta staupið. Það tekur því
ekki. Ég ætla rétt að finna bragðið."
Síðan setti hann flöskuna á munninn og teygaði í botn. --
Þorgils sagði seinna frá þessu hrekkjabragði sínu og bætti við:
„Og þá grét hann, helvítis karlinn."
-o-o-
Eitt sinn var Þorgils á ferð austur undir Eyjafjöilum og kom
þar á góðan bæ til gistingar. Hittist svo á, að húsbóndinn var ekki
heima, og var Þorgilsi boðið til gestastofu.
Þar inni var uppbúið rúm, og lagðist Þorgils endilangur í það.
En honum mun liafa þótt sér lítið sinnt, því einhver heimamanna
heyrði hann tauta fyrir munni sér:
„Skyldi maður eiga að svelta lengi í þessu helvíti!“
-o-o-
Ymsum óx í augum, hve Þorgilsi búnaðist vel, og var jafnvel
ekki laust við, að sumir reyndu að koma því orði á, að hann væri
sauðaþjófur, eins og oft átti að vera um þá, sem bjuggu afskekkt
og nærri afréttum. Þorgils gerði gabb að þeim, er þessu vildu trúa.
Hann sagði einhvern tíma í margra áheyrn:
„Ég þekkti mann, sem stal og stal, þangað til hann varð ríkur.
- Þá hætti ég.“
„Hættir hverju?“ spurði einhver.
„Sögunni", sagði Þorgils og glotti við.
-o-o-
Næstu þrjár sögur hefur Bergsteinn Kristjánsson skrásett og
birt í Sunnudagsblaði Tímans 26. ágúst 1962. Honum segist
svo frá:
„Þorgils á Rauðnefsstöðum var greindur vel, fáorður og gagn-
orður.
Eitt sinn kom drengur úr nágrenninu að Rauðnefsstöðum, og
Goðasteinn
31