Goðasteinn - 01.09.1973, Side 39

Goðasteinn - 01.09.1973, Side 39
Þorleifur ]. Jackson: íslenzkar sagnir Minningar úr Hjaltastaðaþinghá 185Í-1876 Framhald frá síðasta hefti. SORTU- OG FÍFUTEKJA Sum landeignapláss framleiddu ýmislegt bjargræði, sem ekki fékkst annarsstaðar, svo sem sortu og fífu. Sortuna brúkuðu menn tii litunar á föt sín. Að efninu til var þetta græn lcðja og fékkst á vatnshverabotnum í mýraflóum. Menn bundu ausu á langa stöng og ráku þetta ofan í botn á pyttinum og veiddu svo upp leðjuna og létu svo í sauðabjór, sem látinn var innan í byðustamp og náði út af börmunum. Þegar byðan var orðin full, var bjór- inn með leðjunni tekinn saman og bundið ramlega fyrir með snæri og látinn svo í poka og borinn heim á bakinu. Fötin urðu svört, þegar búið var að lita þau. Fífan var brúkuð í kveiki á kveldvökukolur, sem kallaðar voru. Hún óx á engjum, þar sem jarðvegur var leirkenndur. Fífan var ekki ólík baðmull, með sívölum legg að neðan en höfuðkoll- urinn kringlóttur. Börn voru látin tína hana á vorin í stóra karlmannasokka. Svo þurrkuðu konur hana og hreinsuðu og geymdu til vetrar. HEYJA TORFSKURÐUR Óvíða voru heyhlöður í sveitinni, svo menn ristu torf úr jörðu til að þekja hey sín með. Því þurfti að vera lokið, áður en hey- Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.