Goðasteinn - 01.09.1973, Side 44

Goðasteinn - 01.09.1973, Side 44
og lömbum svo hleypt út. Þegar komið var heim, var stekkjar- mjólkin hituð og gerður úr henni grautur til morgunmatar. Fráfærur, þegar lömbin voru tekin frá ám, voru vanalega gjörð- ar í tíundu viku sumars og tíu vikur af. Einu sinni man ég, að fært var frá í níundu viku sumars hjá mörgum. Það var 1861, á mánudag 24. júní. Eitt vor, sem var kalt, var ekki fært frá fyrri en í tólftu viku sumars. Farið var til stekkjar fráfærudags- morguninn, og sumir tóku ærnar og ráku heim og mjólkuðu og héldu þcim svo til haga um daginn og fyrstu dagana eftir frá- færur á engjum sínum og þar í grennd. En sumir hleyptu lömb- unum út fráfærumorguninn og létu þau sjúga ærnar til hálfs, létu svo lömbin inn aftur en ráku ærnar tii haga. Þessi aðferð gjörði lömbin spakari í vöktun um daginn. Lömbin voru vöktuð um það viku, áður cn þau voru rekin til afréttar, þá var búið að marka þau og gjöra kynbreyting á hrútlömbum. Sumir, sem ekki voru fjárríkir, auðkenndu lömb sín, svo þeir gætu þekkt þau, þegar þau kæmu af afrétt um haustið. Þeir drógu spotta af pjötlum í eyrun á þeim. En oft aflituðust auðkennin og töpuðust. Menn skrifuðu í minnisbók hjá sér auðkennin. Ær voru afhjúpaðar ullinni á stekkjartíma og að liðnum frá- færum. Ullin var þvegin vandlega og hreinsuð af óhreinindum, látin svo í poka. Hún var aðalverzlunarvara bænda á sumrum. Hið bezta úr henni brúkuðu menn til klæðagjörðar heima hjá sér. SUMARVINNA SUMARKAUPTÍÐ Seyðisfjörður var gjörður að verzlunarstað árið 1853. Áður máttu Hjaltastaðaþinghármenn sækja verzlun sína á Eskifjörð. Þaðan, sem ég ólst upp, í miðri sveit, var dagleið til Seyðisfjarðar með lausa hesta. Vegurinn lá suður sveitina og svo eftir hálsum upp frá nyrztu bæjum í Eiðaþinghá, þá tók við Gilsárdalur, scm beygðist í suðaustur, svo Vestdalsheiði, og var kallað á Hellum, þar sem heiðin byrjaði. Vegurinn lá suðaustur með stöðuvatni, sem nefndist Vestdals- vatn. Þegar heiðin endaði, tóku við margar brekkur snarbrattar. Sú fyrsta og efsta nefndist Vatnsbrekka, fyrir neðan heiðar- 42 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.