Goðasteinn - 01.09.1973, Page 45

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 45
brúnina. Þaðan sá maður ofan í Seyðisfjörð. Tvær neðstu brekk- urnar nefndust Bröttubrekkur. Þá tók við Vestdalur, og rann á eftir honum nefnd Vestdalsá. Skammt frá veginum, við ána stóðu beitarhús bóndans í Vestdal (í Seyðisfirði). Þar höfðu menn oft náttstað á haustin á heimleið úr kaupstað. Svo lá veggatan fram hjá hjaila, sem nefndist Hrútahjalli og meðfram brattri fjalls- hlíð ofan á Fjarðaröldu, verzlunarstaðinn við fjarðarbotninn. Veg- urinn skiptist í tvennt, áður en komið var ofan á láglendið við sjóinn, lá annar út með sjó til Vestdalseyrar norðanvert við fjörðinn. Kaupstaðarferðum höfðu bændur lokið áður en heyannir byrj- uðu. Menn voru þetta frá hálfum öðrum sólarhring til tveggja í ferðinni cftir því sem munaði á vegalengd. Stundum voru menn lengur ef mannmargt var í kaupstað og þar af leiðandi seinni af- greiðsla. Menn komu oftast í kaupstað á morgni dags, og eftir að hafa lagt inn ull sína, tóku menn út varninginn, sem þeir fluttu heim. Mest var það kornvara, lítið var keypt af klæðavöru, lítið af kaffi og sykri, aðeins fáein pund til ársins. Ekki var gleymt að taka á kútinn brennivín og á flösku fyrir veganesti. Korntegund- irnar voru þrjár, rúgur, bankabygg (almennt kallað grjón) og baunir. Mest var keypt af rúgnum. Hestinum var ætlað að bcra korntunnu, sem var rúmlega 200 pund að þyngd. Kornpoka sína bundu menn ramlega með leður- ólarböndum og höfðu part af sauðarbjór utan á pokanum innan við bandið, á þeirri hliðinni, sem að hestinum sneri. Menn lögðu oftast af stað úr kaupstað að kveldi, mættu þá oft á leiðinni heim öðrum, sem voru á leið til kaupstaðar, og voru þá tekin upp vega- glösin og rétt þeim hinum sömu. Vegir skiptust skammt fyrir norð- an Gilsárdalsmynnið og lá annar ofan að Gilsárteigi í Eiðaþinghá en hinn út til Hjaltastaðaþinghár. Þar voru menn vanir að taka klyfjar ofan og hvíla sig um stund. Veganesti, sem menn höfðu i pottbrauð, ost og smjör, og sumir höfðu kjöt, sem bjuggu bezt, voru þá upp tekin. ÁSAUÐAGÆZLA OG MJÓLKURHIRÐING Eftir fráfærur létu bændur gæta ásauðar í haga nótt og dag Goðasteinn 43

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.