Goðasteinn - 01.09.1973, Page 50

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 50
KAUPSTAÐARFERÐIR Á HAUSTIN Ein var aðalkaupstaðarferðin á haustin. Verzlunarvara manna var tóigur og svo sauðfé á fæti, sem rekið var til kaupstaðar og slátrað þar af bændum sjálfum. Oft tóku fátækir bændur nærri sér að láta sauðfé í kaupstað en máttu til sökum skulda. Haust- ferðir í kaupstað tóku vanalega lengri tíma en á sumrum, þegar ös var rnikil og gekk seint að fá afgreiðslu, og máttu menn stund- um mæta vosbúð og hrakningum í þeim ferðum. Strax í fyrstu snjóum voru lömb á gjöf. Það þurfti að kenna þeim átið, og var það gjört með því að láta heytuggu upp í þau, og reyndust þau fljótnæm að læra átið. Þegar vetur gekk snemma í garð, kom fullorðið fé fljótlega á gjöf. Því var gefið tvisvar á dag, og var hálftunna af heyi ætluð hverjum tíu kindum. Menn voru misjafnt lagnir að gefa úr heykumlunum svo torfið héldist sem lengst uppi, og vildi það stundum hrapa inn, þegar komið var nær vori. Sumir báru vatn í fé við þorsta, en sumir hleyptu því út til að snjóa sér og létu það nægja, þegar snjór var hentug- ur, og reyndist vel og hlífði mönnum við erfiðri vinnu, sem var vatnsburður í fé. Samt voru það fleiri, sem notuðu vatnið. Ending heyjanna og fjárþrifin fóru eftir því, hvernig fjármenn- irnir voru. Bcitarhús voru nálega á hverjum bæ í sveitinni, og í vetrarskammdegi, þegar fé náði til jarðar gegnum snjó, risu beit- arhússmalar upp fyrir dag og seildust upp á hillu fyrir ofan rúm þeirra og tólcu mat sinn þar, sem hafði verið látinn þar um kveldið fyrir háttatímann. Eftir að þeir höfðu matast, lögðu þeir af stað til beitarhússins, létu féð út og ráku í haga og stóðu þar hjá því allan daginn, brugðu sér stundum heim að húsunum stundarkorn og til hagans aftur fljótiega. Ekki voru þeir komnir heim á kveld- in fyrri en eftir dagsetur. HÁTÍÐIR OG TILHALDSDAGAR Á fyrsta miðvikudagskveld í jólaföstu var fólki veittur hinn svokallaði vökustaur. Enginn miðdagsmatur var þá gefinn, var látið bíða til kveldsins. Máltíðin samanstóð af súrum sauðar- sviðum og hangnum magálum og stundum gömlum osti úr sauða- 48 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.