Goðasteinn - 01.09.1973, Side 77

Goðasteinn - 01.09.1973, Side 77
Hjónin í Tungu. andi austan túnið, hvatlegur og vörpulegur á velli, með yfirhöfn á handlegg. Þannig man ég hann bezt á gömlu götunni. Þetta var Guðjón Jónsson bóndi í Tungu. Hann var fæddur i Miðkoti í Fljótshlíð 20. marz 1872 og voru foreldrar hans hjónin Jón Ólafsson og Guðrún Oddsdóttir. Jón faðir hans var fæddur á Torfastöðum 11. apríl 1842, d. 16. júní 1926, sonur Ólafs bónda þar Einarssonar og konu hans Vigdísar Jónsdóttur frá Lambalæk. Guðrún móðir hans var fædd á Vestur-Sámsstöðum 6. júní 1847, d- 6. ágúst 1899, dóttir Odds hreppstjóra þar Eyj- ólfssonar hreppstjóra og bónda á Torfastöðum Oddssonar og konu hans Ragnhildar Benediktsdóttur frá Fljótsdal Erlingssonar. Sá Benedikt drukknaði í Álftavatni á Laufaleitum 21. ágúst 1838 og var Ragnhildur dóttir hans þá með honum, unglingsstúlka. Þau Jón og Guðrún hófu búskap í Miðkoti vorið 1870. Til er úttekt á húsum þar, þegar þau tóku við jörðinni og er hætt við að nútíðarfólki þætti þau húsakynni lítt íbúðarhæf. Ekki urðu búskaparár þeirra mörg í Miðkoti, því að þjóðhátíðarárið 1874 Goðasteinn 75

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.