Goðasteinn - 01.09.1973, Side 87

Goðasteinn - 01.09.1973, Side 87
Björg Jónsdóttir frá Ásólfsskála: Hagalagðar Það, scm ég hef fest á þessi blöð, eru orð og atvik, sem geymzt hafa í minni mínu frá bernsku- og æskuárum mínum í Hallgeirsey í Landeyjum, en ég cr fædd 1. júlí 1896. Sum þessara orða heyri ég nú mjög sjaldan. Bæði er, að þau hafa horfið úr daglegri notk- un með þeirri kvnslóð, sem hélt í hönd mína og leiðbeindi mér fyrstu sporin, og ný orð hafa komið í þeirra stað og ýtt hinum til hliðar. Tökuorð gömul og ný geta verið góð og gild, en þau cru cins og bætur á fati. Ekki er sama hvernig bótin fer eða úr hvaða efni hún er. Játa verð ég, að ekki falla mér nýyrðin öll vel í geð. Mín skoðun er, að gæta beri varúðar við sköpun þeirra, svo ekki fari fyrir okkur eins og vefaranum, sem sagði, þegar brigður voru í voðinni: „Það lagast í þófinu“. En það lagaðist ekki. Borðsiðir og sjófang. Þegar ég var lítið barn, lærði ég fyrstu borðsiðina hjá móður minni. Er mér var réttur diskurinn minn eða skálin, sagði ég: ,,Guðlaun“, og þegar ég tók til matar, las ég: „Guð blessi mig og mína fæðu, í Jcsú nafni. Amen“. Þegar máltíð var lokið, las ég: „Guði sé lof og dýrð og eilífar þakkir fyrir mat og drykk og alla góða hluti gefanda mér og veitandi, í Jesú nafni. Amen.“ Bænirnar mátti ég lesa í hljóði. Sjálfsagt er, þegar gestum er borið kaffi, að hafa borð á boll- anum. Það er kallað gestaborð eða höfðingjaborð. Ef þú varst gestkomandi og þér var borinn matur, vat það Goðasteinn 85

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.