Goðasteinn - 01.09.1973, Page 97

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 97
Byggðasafnið í Skógum á nokkur eintök af Himnabréfinu, eitt frá 18. öld, forkunnar vel skrifað með fljótaskrift. Gagnslítið væri að birta texta þeirra, því hann má lesa til nokkurrar hlýtar í þjóð- sagnasafni Jóns Árnasonar. Af svipuðum toga er róðukross Ólafs konungs Tryggvasonar, sem borizt hefur mér í a. m. k. tveimur gerðum en með svipuð- um formála eða texta. Handritin bæði eru frá um 1860 en standa á gömlum merg. Frekar hefði ég átt von á, að sjá krossana kennda nafni hans, Tryggvason, var einnig í metum hjá íslendingum, því allajafna ruddi hann kristninni hér mesta braut. Til hans mátti rekja krossana, sem bornir voru í Lögbergs- göngunni árið 1000 og síðar voru í Skarðinu eystra á Rangárvöllum. Formálinn, sem fylgir róðukrossunum, er á þessa leið: „Róðukross Ólafs konungs Tryggvasonar: Til að varna óhreinum öndum og maður villist ekki, item til sigurmerkis á sjó og landi. Þessi Kristi kross er vörn og verja inn- og útvortis við öllum galdri, missýningum og hræðslu og hjartslætti ásamt samvizkuveiki. Hann er góður í öllum lífs- háska á sjó og landi, sé hann borinn á brjóstinu á milli fata. Hver maður, sem hann clskar af alúð, ásamt Guði, verður var við dauða sinn, áður en hann að ber. Hann deyfir illa þanka. Hönum fylgja þessi ljóð: Krossfesti Jcsú, kom þú hér, ég kalla á þig til hjálpar mér, svo djöfullinn með dapurt mein dragist í burt fyrir þessa grein. Allsherjar Guð og Drottinn, vertu oss aumum og syndugum líkn- samur. Amen.“ Tvær teikningar fylgja öðru handritinu, og verður ekki með vissu í það ráðið, hvor er rétthærri, nema svo sé, að báðar séu jafngildar. Nefni ég þær hér A og B. Hinu handritinu fylgir ein teikning, er ég nefni C. Svo sem sjá má, er hér um þrjár ólíkar táknmvndir að ræða og mest borið í A, þar sem saman virðast við Ólaf helga, en h- H u T ,11 T r 1— —t Goðasteinn 95

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.