Læknaneminn - 01.04.2020, Side 7

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 7
7 R it rý n t e fn i Á vö rp o g an ná la r 7 reyna að skýra þessi þætti. Loks komum við á framfæri áhyggjum af stöðu náms og vísinda á Landspítala. Niðurskurðaraðgerðir hafa þrengt að þessum þáttum en brýnt er að Landspítali hlúi að sínu fræðahlutverki og geri því hátt undir höfði. Í krefjandi námi er þó einnig mikilvægt að staldra við og huga að geðheilbrigði og andlegri líðan. Mikið hefur verið rætt um álag og kulnun innan læknastéttar en sú umræða á einnig við læknanema. Mikið mæðir á nemum vegna viðveru og vaktaálags en sú jákvæða breyting varð í ár að vaktir í lyf- og skurðlæknisfræði á 4. ári voru styttar og þeim fækkað. Þegar upp koma áföll eða veikindi er enn mikilvægara að veita svigrúm og að nemendum standi viðeigandi úrræði til boða. Fyrir tveimur árum var stofnaður Geðheilbrigðishópur HÍ til að mæta þessari þörf. Sú þjónusta nýttist afar vel eftir erfiða atburði þessa skólaárs og verður vonandi efld enn frekar á næstu árum. Læknanemar eru einstaklega skemmtilegur og framtakssamur hópur og það eru forréttindi að vera með ykkur í námi. Skólaárið var sérstakt fyrir margar sakir en þegar þetta er skrifað hugsa ég til þess með gleði í hjarta að við eigum enn þá inni árshátíð 2020! Ég vil sérstaklega þakka kærum vinum sem hafa setið með mér í stjórn FL - Þórdís, Teitur, Kristín, Hjördís, Daníel og Ingi - ég hefði ekki getað beðið um betri hóp. Vil einnig þakka Engilbert Sigurðssyni deildarforseta, Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur kennslustjóra og öllu því góða fólki sem starfar hjá Læknadeild fyrir mjög farsælt samstarf á árinu. Þetta eru merkilegir tímar en við höldum ótrauð áfram. Kæru læknanemar, höldum þétt utan um hvert annað (með 2 metra fjarlægð) og njótum lífsins! Annálar undirfélaga 2019 2020 Sjöunda starfsár Bjargráðs hófst með Bjargráðsviku eins og tíðkast hefur síðast- liðin tvö ár. Hún hefur verið haldin í samráði við Læknadeild og er orðin mikilvægur liður í að undirbúa fyrsta árs læknanema fyrir það stóra verkefni að fræða mennt skælinga um skyndi hjálp. Bjargráðsvikan hófst með skyndihjálparnámskeiði frá Rauða krossi Íslands og fengu nemarnir skírteini fyrir þátttöku. Vikan er einnig hugsuð til að gefa nemunum innsýn í heim neyðarhjálpar og bráðamóttöku. Fengu þau því fyrirlestra frá Hjalta Má Björnssyni bráðalækni og Jóhanni Eyvindssyni lögreglu manni ásamt því að heimsækja Neyðar línuna og sjá starf semi hennar. Þetta árið var svo haldin stórslysa- kennsla í fyrsta sinn sem Þórir Bergsson sá um og heppnaðist vel. Í ár hélt Bjargráður 76 fyrirlestra í 15 skólum á höfuðborgarsvæðinu sem er svipað og hefur verið síðastliðin ár. Kominn var tími til að endurnýja þreyttar skyndihjálpardúkkur og til allrar lukku fengum við styrk úr forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar sem nýttur var í þau kaup. Þær stela senunni hvert sem þær fara með sínar fallegu tennur og stæltu magavöðva. Eljusamir Bjargráðsliðar tóku þátt í Vísinda- smiðjunni í samstarfi við Háskóla Íslands, sem snýr að því að efla áhuga ungmenna á vísindum. En starf Bjargráðs er ekki einungis erfiðis- vinna og laust við skemmtun. Í október 2019 skipulagði Bjargráður sína árlegu vísindaferð til Landhelgis gæslunnar. Ásgeir Erlendsson upplýsinga fulltrúi tók á móti læknanemum og sýndi þeim flugskýlið. Venjulega hefur þyrlu læknir haldið erindi fyrir nemana en í þetta sinn var hann skyndi lega sendur í útkall. En það kom ekki að sök, pöntuð var pizza og fjörið hélt áfram fram eftir kvöldi. Síðastliðin ár hefur eingöngu fyrsta árinu verið boðið í þá vísindaferð en í ár bauðst öllum læknanemum tækifæri á að skrá sig. Í sumar tekur Bjargráður þátt í Háskóla unga fólksins. Þá eru haldnir örfyrirlestrar fyrir ungmenni landsins. Nýtt skólaár er skammt undan og ekki er ástæða til annars en að líta til þess með björtum augum. Venjulega hefur Bjargráður lokið starfsári sínu með lokahófi þar sem boðið er upp á veigar og verðlaun færð afkastamestu fyrirlesurum Bjarg ráðs. Nú við skrif þessa annáls er þó ekki ljóst hvort loka hóf verði haldið að sinni vegna samkomu banns sem sett hefur verið á vegna COVID-19. Okkur þykir það miður og vill Bjargráður þakka fyrirlesurum fyrir dugnað og óeigingjarnt starf. Bjargráður Viktoría Mjöll Snorradóttir Formaður Bjargráðs 2019-2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.