Læknaneminn - 01.04.2020, Side 9

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 9
9 R it rý n t e fn i Á vö rp o g an ná la r 9 Haustönnin hófst á ný- nema ferð í félags heimilið Lyng brekku í Borgar firði, þar sem 50 eld hressir ný- nemar, ásamt ekki síður hressum nemum af öðrum árum, komu saman og skemmtu sér langt fram á nótt. Fulltrúaráð og stjórn FL slógu svo saman í „back to school“ fögnuð í hliðarsal Granda mathallar viku síðar, svo óhætt er að segja að skólaárið hafi farið af stað af miklum krafti. Fleiri góðir viðburðir fylgdu í kjölfarið, Spiritusvígslan í september og Læknaleikarnir í nóvember. Mæting á báða þessa viðburði var afburðagóð og skemmtu nemar af öllum árum sér konunglega saman. Heilóvín, Halloween partý Heilbrigðisvísindasviðs, fór fram sama kvöld og Læknaleikarnir, þangað sem um 50 læknanemar lögðu leið sína og dönsuðu fram eftir kvöldi. Hamfaraárið 2020 hófst fyrir alvöru með fyrsta viðburði vorannar, árlegri skíðaferð FL og Curators. Um helmingur þeirra læknanema sem fóru í ferðina lentu í alvarlegu rútuslysi á leiðinni norður, þar sem ein úr okkar hópi slasaðist illa. Næstu dagar og vikur voru okkur öllum því afar erfiðar og einkenndust af mikilli samstöðu og náungakærleik. Í kjölfar slyssins naut hópurinn aðstoðar fjölmargra viðbragðsaðila og sjálfboðaliða frá Blönduósi og Skagaströnd, auk Rauða krossins, Læknadeildar og Háskóla Íslands, og held ég að ég tali fyrir hönd alls hópsins þegar ég segi að fyrir allan þann stuðning erum við óendanlega þakklát. Fótboltamót læknanema fór fram í mars- mánuði, þar sem lið 2021 árgangsins bar sigur úr bítum. Færa þurfti mótið úr Hveragerði yfir í Hafnarfjörð á síðustu stundu, vegna enn einnar gulrar veðurviðvörunarinnar þennan veturinn, en það kom ekki að sök og úr varð hið fínasta mót. Árshátíð Félags læknanema var á dagskrá þann 18. apríl en heimsfaraldur og sam- komu bann gerðu lítið úr þeim áformum. Árshátíðar nefndin, skipuð meðlimum Fulltrúa- ráðs og stjórnar FL, lét það ekki slá sig út af laginu og vinnur nú að skipulagningu síð- búinnar árshátíðar í lok sumars. Vísindaferðir skólaársins voru hver annarri skemmtilegri en fyrr nefndur heimsfaraldur hafði að sjálfsögðu einnig áhrif á þær. Þeir Aðalsteinn Dalmann Gylfason og Fannar Bollason, annars árs Fulltrúaráðsliðar, eiga þó mikið lof skilið fyrir skipulagningu og utanumhald vísindaferðanna, og eiga vafa- laust nokkrar góðar uppi í erminni fyrir næsta skólaár. Aðrir Fulltrúráðsliðar hafa staðið sig með mikilli prýði í vetur og þakka ég þeim fyrir virkilega gott og gjöfult samstarf. Það eru þau Hafþór Sigurðarson og Herdís Eva Hermannsdóttir á fyrsta ári og Thelma Kristins dóttir, Sigrún Jónsdóttir og Signý Rut Kristjánsdóttir á fjórða, fimmta og sjötta ári. Kæru læknanemar, þetta skólaár hefur verið ein allsherjar rússíbanareið. Ég vona innilega að næsta ár verði öllu rólegra, þó ekkert verði gefið eftir í félagslífinu. Bráðum kemur betri tíð, það hlýtur bara að vera. Fulltrúaráð Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir Formaður Fulltrúaráðs 2019-2020 Nú þegar líður að lokum starfsárs stjórnar Lýð- heilsu félags lækna nema 2019-2020 er við hæfi að gera upp árið. Á undan- förnum árum hefur Lýðheilsu félagið tekið aðra stefnu í viðburðum og eru það mikil for- réttindi að fá að sjá félagið þróast og dafna. Undir ritaður vill þakka Freydísi, Sóleyju, Bryn hildi, Degi, Elínu, Gísla, Hrafni og Ástu fyrir gott samstarf og frábært ár. Það má segja að Lýðheilsufélagið hafi byrjað starfsárið með trompi þegar það endur- skipulagði félagsherbergið. Við settum upp skápa sem nýtast vel til þess að halda utan um hluti sem áður voru sam nemendum til ama. Bangsaspítalinn var á sínum stað 22. sept- ember á þremur heilsugæslustöðvum: Efstaleiti, Höfða og Sólvangi. Félagið ákvað að skipta út „röntgen-tækjunum“ fyrir nýja og almennt betri myndvarpa. Ákveðið var að hafa tvö tæki á hverri stöð því eftirspurn í tækin hefur alltaf verið mikil og kom það vel út. Starfsemin gekk hnökralaust fyrir sig og biðtími fyrir krakkana minnkaði. Félagið stóð fyrir könnun handa bangsa- læknunum eftir daginn og fékk góð viðbrögð en jafnframt mjög gagnlega punkta varðandi það sem mætti betur fara. Félagið mun gera sitt besta til að fylgja því eftir. Í október hélt félagið fræðslukvöld um ópíóíða faraldur. Stuttmyndin Heroin(e) var sýnd og síðan kynntu Árni Johnsen og Kjartan Þórsson kandídatar verðlaunaverkefni sitt nidurtroppun.is. Um er að ræða skema á netinu sem getur veitt læknum niðurtröppunaráætlun á ópíóíðalyfjum fyrir sjúklinga sína. Í febrúar fékk félagið Þorstein V. Einarsson, meistaranema í kynjafræði við HÍ og stofnanda Karlmennskunnar, til að halda erindi með það að markmiði að hrista upp í við teknum hugmyndum um karlmennsku og kyn hlutverk. Virkilega áhugavert og jafnframt mikilvægt umræðuefni. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í verk efninu Sjálfselsk í ár sem hristi upp í hvers dags leika læknanema og reif þá upp úr bókunum þegar efnt var til fjallgöngu á Helgafell. Ótrúlega skemmtilegur dagur og mikil tilbreyting. Einnig er vert að nefna að félagið átti fulltrúa á FINO ráðstefnunni sem var í Reykjavík í október/nóvember 2019 og fulltrúa á IFMSA ráðstefnunni í Rúanda í mars 2020. Að lokum vill undirritaður þakka öllum þeim sem hafa mætt á viðburði og aðstoðað við uppsetningu þeirra. Lýðheilsufélag læknanema Daníel Arnar Þorsteinsson Formaður Lýðheilsufélags læknanema 2019-2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.