Læknaneminn - 01.04.2020, Side 15

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 15
R it rý n t e fn i R itr ýn t e fn i 15 um blæðingu frá fóstri til móður.6,7 Aðrar blóðprufur sem eru teknar eru HbA1c, TSH, LD, ALAT, þvagsýra og gallsýrur. Afbrigðilegar niðurstöður benda til sjúkdóma sem geta valdið fósturdauða. Eftir fæðingu eru tekin strok af yfirborði nýburans sem send eru í almenna ræktun. Einnig er tekið strok frá fylgju og hún send á rannsóknarstofu í meinafræði. Sendur er naflastrengsbútur, fylgjusýni og húðsýni úr holhönd barnsins fyrir litningarannsóknir og örflögugreiningu. Frekari rannsóknir eru framkvæmdar eftir því hvað niðurstöður blóðprufa gefa til kynna. Stefnt er að fæðingu sem fyrst eftir að búið er að greina fósturdauða í legi. Margar konur vilja ekki bera látið barn lengi og hafa þarf í huga að líkur á storkutruflunum aukast með tímanum.5 Ef konan óskar getur hún farið heim í allt að sólarhring áður en fæðing er framkölluð, ef ekki eru merki um röskun í blóðstorku og almennt ástand hennar leyfir.4 Fyrir heimferð er gefið mífepristón 200 mg um munn, en það er and-prógesterón, og styttir tíma frá byrjun framköllunar fæðingar að fæðingu.8 Í kjölfarið er gefið mísóprostól 25 mcg, en tíðni gjafa og fjöldi tafla er háð meðgöngulengd. Mísóprostól er prostaglandin hliðstæða en slík efni finnast í leginu og sjá um að mýkja leghálsinn og örva samdrætti.9 Ef fyrri fæðing var með keisaraskurði eða annað ör er á legi eru auknar líkur á legbresti samhliða prostaglandin notkun. Þá þarf að lækka skammta eða íhuga aðrar aðferðir við framköllun fæðingar. Ein leið er að setja þvaglegg í legháls og fylla með saltvatni. Þá fæst aflfræðileg víkkun á leghálsi og oftast er hægt að halda áfram framköllun fæðingar með því að gera belgjarof í kjölfarið. Við andvana fæðingu er ávallt mælt með krufningu. Ræða þarf við foreldrana og útskýra að krufningin geti leitt í ljós óþekktar orsakir fyrir andláti fóstursins. Ef foreldrar eru mótfallnir krufningu er nauðsynlegt að ræða þörf hennar af nærgætni og umhyggju. Niðurstöður krufningar geta komið sér vel síðar þar sem um helmingur foreldra andvana fæddra barna eignast fleiri börn og hættan á endurtekningu er um tvisvar til sjö sinnum meiri en í almennu þýði.10 Að missa barn seint á meðgöngu er áfall og mikilvægt er að sinna sálgæslu foreldra og aðstandenda með viðeigandi hætti.11 Ávallt er stefnt að eðlilegri fæðingu við þessar aðstæður og að veita viðeigandi verkjastillingu ásamt andlegum stuðningi. Foreldrarnir eru hvattir til að sjá barnið og halda á því. Til boða stendur að setja barnið í kælivöggu sem seinkar hrörnun líkamans eftir andlátið og gefur kost á að vera með barnið hjá sér í allt að 48 klukkustundir.4 Auk fæðingarlækna, ljósmæðra og barnalækna eru ýmsir aðrir fagaðilar sem veita andlega aðhlynningu, meðal annars prestur, sálfræðingur og félagsráðgjafi. Þegar fósturdauði er staðfestur er boðið upp á viðtal við prest til að veita foreldrum og aðstandendum stuðning og áfallahjálp óháð trú fólks. Ef foreldrar eru utan þjóðkirkju má leita eftir stuðningi frá trúfélagi þeirra. Aðstoð sálfræðings er veitt á síðari stigum eða eftir því sem þurfa þykir. Félagsráðgjafi kannar réttindi foreldranna og upplýsir þá um rétt til fæðingarorlofs undir þessum kringumstæðum. Þegar í ljós kom að blóðsykur var hækkaður og síðar að fæðingarþyngd barns var há miðað við meðgöngulengd, vaknaði grunur um SS1 og gæti það átt þátt í dauða barnsins. Mælingar á mótefnum fyrir SS1 reyndust neikvæðar sem þó er algengt þegar SS1 greinist á fullorðinsárum og einnig var C-peptíð innan marka en það mælir gegn SS1. Einnig kom í ljós lítil fylgja sem ekki annaði súrefnis- og næringarþörf fóstursins, sem var stórt miðað við meðgöngulengd og því hugsanlegt að fylgjuþurrð skýri fósturdauðann. Þá ræktuðust GBS hjá móður og barni en það er þekkt orsök burðarmálsdauða. Þessir þættir verða reifaðir hér að neðan. Sykursýki fyrir meðgöngu Þrátt fyrir að tíðni andvana fæðinga sé almennt að lækka, stendur sú tala í stað hjá konum með sykursýki fyrir þungun.12 Samkvæmt íslenskri rannsókn frá árinu 2013 um þungaðar konur með sykursýki kom fram að BMD var fjórum sinnum hærri en í almennu þýði árin 1999- 2010.13 Algengi sykursýki fer vaxandi hjá barnshafandi konum, þá sérstaklega sykursýki tegund 2 (SS2) en SS1 er það einnig. Á Íslandi var tíðni sykursýki fyrir þungun um 1.82% árið 2005, en hafði hækkað úr 0.81% frá 1999.13 Ásamt aukinni hættu á andvana fæðingum eykst hætta á öðrum fylgikvillum fósturs/ barns. Til dæmis sykursýkisheilkenni ný bura og meðfæddum missmíðum í öllum líffæra- kerfum, meðal annars hjarta, miðtauga kerfi og útlimum. Meðfæddar mis smíðar orsaka ein- hvern hluta andvana fæðinga. Fyrir móður eru auknar líkur á að eignast þungbura (macro- somia), fæða fyrirbura, fá háþrýsting og/ eða meðgöngu eitrun. Aukin tíðni fylgikvilla móður og fósturs/barns stuðlar að aukinni tíðni inngripa svo sem framköllun fæðingar, fæðingu með keisaraskurði og/eða sogklukku/ töng. Samkvæmt íslensku rannsókninni frá 2013 fæddust 65% barna sykursjúkra kvenna með keisaraskurði samanborið við 17% í almennu þýði á sama tíma. Fæðing með sogklukku var hins vegar lægri en í almennu þýði; 4% á móti 7%. Ef fóstur er áætlað >4500 grömm er mælt með fæðingu með valkeisaraskurði til að forða skaða á barni í fæðingu, einkum axlarklemmu og taugaskaða í kjölfarið.13 Talið er að hár blóðsykur hjá móður leiði til hás blóðsykurs hjá barni. Glúkósi frá móður fer yfir fylgju til barns, sem bregst við með því að framleiða meira insúlín.14 Þessi efnaskipti hafa áhrif á bæði vöxt fóstursins og starfsemi fylgjunnar. Hjá mæðrum með SS1 er þyngd fylgjunnar almennt meiri og hafa þær því hærra fylgju:fóstur þyngdarhlutfall samanborið við aðrar mæður. Talið er að hátt insúlín fósturs auki hættu á fósturköfnun en súrefnisþörf er aukin hjá fóstrum sykursjúkra og þannig gengur fyrr á súrefnisbirgðir.15 Rannsóknir hafa sýnt að þungaðar konur með sykursýki sem eignast andvana barn, hafa hærri HbA1c gildi, bæði snemma og seinna á meðgöngu16,17 og tíðni andvana fæðinga eykst eftir því sem HbA1c gildið hækkar.18 Þetta rennir stoðum undir mikilvægi blóðsykur- stjórnunar móður, sem er einnig mikilvæg fyrir þungun.12,19 Í klínískum leiðbeiningum er mælt með að halda HbA1c undir 6.5%.20 Góð sykurstjórnun krefst nákvæmni í mataræði og insúlínskömmtun af hálfu móður ásamt auknu eftirliti í meðgönguvernd. Þegar líður á meðgönguna eykst insúlínmótstaða í vefjum og þar með eykst insúlínþörf.13 GBS sýkingar GBS sýklar eru hjúpaðir gram jákvæðir kokkar og eru mikilvæg orsök burðarmálsdauða í heim inum. Stærsti áhættuþátturinn fyrir sýkingu er endaþarms- og leggangasýklun móður. Á Íslandi bera um 24.3% þungaðra kvenna GBS.21 Mæðurnar eru oftast ein- kenna lausar en barnið getur komist í snert- ingu við bakteríuna við fæðingu. Ekki sýkjast allir nýburar en GBS fannst í húðsýni hjá um það bil 25% nýbura þeirra kvenna sem enn voru GBS berar hér á landi í fæðingunni og eingöngu 1-2% af þeim verða alvarlega veikir.21 Bakterían getur einnig ferðast upp í legið frá leggöngum, yfirleitt eftir að legvatn fer. Því hefur verið lýst að GBS geti borist til barna í gegnum heilan belg og fjölgað sér í legvatninu. Þannig getur orðið sýking í legi.22 Lengi hefur verið umdeilt hvort skima eigi allar þungaðar konur fyrir GBS á meðgöngu. Á Íslandi er stuðst við áhættuþáttanálgun þar sem mælt er með sýklalyfjagjöf í fæðingu ef konan er þekktur GBS beri, hefur áður eignast barn með GBS sýkingu, GBS hefur greinst í þvagi eða leggangastroki á meðgöngu, óháð fjölda baktería, eða hún hefur merki um sýkingu í legi eða hita (>38.0ºC) í fæðingu. Einnig er mælt með fyrirbyggjandi sýklalyfjum við fyrirburafæðingu (<37v).4 Í Bandaríkjunum hefur verið boðin skimun fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.