Læknaneminn - 01.04.2020, Side 17

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 17
R it rý n t e fn i R itr ýn t e fn i 17 Hlín Þórhallsdóttir Fimmta árs læknanemi 2018-2019 Judith Amalía Guðmundsdóttir Sérfræðingur í gigtlækningum barna Gylfi Óskarsson Sérfræðingur í hjartalækningum barna Inngangur Hér er fjallað um fimm ára stúlku sem kom á bráðamóttöku vegna hita, útbrota og slapp- leika. Greiningin er ekki tekin fram í upphafi og er lesandi hvattur til að íhuga mismuna- greiningar og uppvinnslu við lestur. Saga Fimm ára gömul áður hraust stúlka kom á heilsu gæslu á Akureyri í fylgd móður vegna út brota, slappleika, hita og eymsla í hálsi. Hún hafði verið með 39,5°C hita í tvo daga og voru nú lítil rauð blettótt (macular) útbrot komin fram á lófum og iljum. Grunur var um streptókokkasýkingu í hálsi en streptókokka- hraðpróf reyndist þó neikvætt. Einnig var grunur um hand-, fót- og munnsjúkdóm (hand-, foot- and mouth disease). Stúlkan var greind með ótilgreinda veirusýkingu og send heim. Útbrot jukust og dreifðust um búk, bak og útlimi, kláða- og sviðalaus. Bera fór á roða í augum og þrútnum rauðum vörum. Stúlkan svaraði hitalækkandi, drakk og skilaði þvagi en slappleiki jókst og matarlyst var lítil. Hún kom aftur á heilsugæslu tveimur dögum síðar og var vísað þaðan á bráðamóttöku en hafði þá haft hita í samtals fjóra daga. Hún hafði að morgni komudags kastað tvisvar upp. Skoðun á bráðamóttöku Almennt: Slappleg og föl en vel vakandi og skýr. Lífsmörk: Hiti 36,9°C (eftir hitalækkandi). Púls 118 slög/mín. Öndunartíðni 28 andar- drættir/mín. Súrefnismettun 93% án súrefnis. Þyngd 18 kíló. HNE: Roði í slímhimnu (conjunctiva) og hvítu (sclera) sem náði ekki að glærubrún (mynd 1A). Þroti í kringum augu en enginn gröftur. Ekki hor í nösum eða roði í hálsi en lítil blaðra á innanverðri kinn hægra megin. Varir þrútnar, rauðar, þurrar og sprungnar (mynd 1B). Hvít skán á bólginni tungu (mynd 1C). Eitla stækkanir beggja vegna á hálsi. Hjarta og lungu: Hjartahlustun eðlileg. Radi- alis púlsar sterkir og reglulegir. Lungna hlustun hrein. Góð háræðafylling.  Kviður: Mjúkur og eymslalaus. Húð: Mikið af rauðum blettóttum útbrotum í lófum og á iljum þar sem þau voru einnig orðin samfelld (confluent) (mynd 1D). Hringlaga og markskífulaga (targetoid) ljósrauð blettótt útbrot á bringu, baki, fótleggjum og kvið og í holhönd og nára. Mismunandi að stærð frá nokkrum mm uppí 2-3 cm. Rannsóknir Niðurstöður úr blóðprufum má sjá í töflu 1. Þvag rannsóknir sýndu 5-10 hvít blóðkorn í þvagi auk þess sem ekki sást markvert magn af þvagfæraþekjufrumum eða píplufrumum. Þvagræktun var neikvæð. Streptókokka- hraðpróf reyndist aftur neikvætt og almenn ræktun úr hálsstroki reyndist neikvæð. Kjarnsýru mögnunarpróf (PCR) úr háls- og nefkoks stroki voru neikvæð fyrir enteroveirum, rhino veiru, adenoveirum, RS veiru, para- inflúensu veiru 1,2 og 3, inflúensu veiru A og B auk human meta pneumo veiru (hMPV). Blóðvatns próf sýndu engin IgM mótefni gegn Epstein-Barr veiru, cytomegalo veiru, parvóveiru, lungnabólgu berfrymingi (myco- plasma pneumoniae) eða mislingaveiru. Greining og meðferð Klínísk einkenni sjúklings vöktu sterkan grun um Kawasaki-sjúkdóm en dæmigerð einkenni sjúkdómsins eru hiti, tárubólga, slímhúðar- breytingar í munnholi, útbrot, eitlastækkanir og roði og bjúgur á útlimum. Hækkun á bólgu breytum og daufkyrningum (neutrophils) studdu þennan grun enn frekar. Aðrar rannsóknir bentu ekki til annarra skýringa á einkennum sjúklings, svo sem veirusýkingar eða streptókokkasýkingar. Ákveðið var að hefja meðferð með mótefnagjöf í æð (2g/kg á 12 klst) og acetýlsalicýlsýru um munn (ASA, 40mg/kg/dag). Gangur í legu og eftirfylgd Stúlkan fékk hitatopp sama kvöld og mótefna gjöf hófst. Morguninn eftir varð líðanin strax skárri, slappleiki og þroti í and- liti urðu minni, útbrotin daufari og hiti var 37,6°C. Ákveðið var að hækka ASA skammt í 50mg/kg/dag og senda stúlkuna á Land- spítala svo hægt væri að framkvæma hjarta- ómun. Niðurstöður úr hjartaómun sýndu engin frávik og voru kransæðar eðlilegar að sjá. Tveimur sólahringum eftir að mótefna- gjöf lauk var hiti 38,1°C en einkenni minni og líðan betri. Ákveðið var að að bíða með aðra mótefnagjöf. Stúlkunni batnaði frá degi til dags, hiti fór lækkandi og útbrot minnkuðu. Hún útskrifaðist á sjötta degi eftir innlögn, þá orðin hitalaus og C-viðbragðs prótín (C-reactive protein: CRP) komið niður í 43 mg/L (tafla I). Eftirfylgd fór fram á göngu- deild hjá hjartalækni. Hjartaómun var eðlileg tveimur dögum eftir útskrift og því ákveðið að lækka ASA niður í 5mg/kg/dag. Þremur vikum síðar var CRP komið undir 3 mg/L og hjartaómun áfram eðlileg. Meðferð með ASA var því hætt og áætlað endurmat þremur mánuðum síðar. Fimm ára stúlka með hita og útbrot Tilfelli af barnadeild
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.