Læknaneminn - 01.04.2020, Side 24

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 24
R itr ýn t e fn i 2 4 og við áfengisneyslu og lifrarsjúkdóma getur orðið skerðing á geymslugetu hennar.9 Eftirspurn líkamans eftir þíamíni eykst með auknum efnaskiptahraða, eins og t.d. við áfengisfráhvörf.6,9 Magnesíumskortur er einnig algengur hjá áfengissjúkum, en magnesíum er nauðsyn- legur hjálparþáttur fyrir þíamín í sumum efnaskiptaferlum.3,9 Skortur á magnesíum virðist auka skaða á taugakerfi við þíamínskort og svörun við þíamíngjöf getur einnig verið verri ef um magnesíumskort er að ræða.10-12 Faraldsfræði Samkvæmt krufningarannsóknum virðist algengi Wernicke heilakvilla vera á bilinu 0,4 til 2,8%.13-15 Í meira en 80% tilvika er saga um vannæringu og óhóflega áfengisneyslu.13 Heilakvillinn getur tengst ýmsum öðrum kvillum s.s. langvarandi svelti, sjúklegum upp- köstum á meðgöngu (hyperemesis gravidarum), illkynja sjúkdómum, blóð- eða kvið- skilun, meltingar sjúkdómum og megrunar- skurðaðgerðum.16-22 Gjöf glúkósa eða lang- varandi næringargjöf í æð án fullnægjandi þíamíngjafar er einnig áhættuþáttur.23,24 Einkenni og teikn Wernicke heilakvilli er mjög vangreindur, en aðeins um 20% sjúklinga greinast fyrir andlát og því mikilvægt að vera á varðbergi fyrir einkennum meðal einstaklinga í áhættuhópi.25 Fyrstu einkenni þíamínskorts eru minnkuð matarlyst, ógleði og uppköst og því er mikilvægt að skima fyrir þeim í sögutöku. Klínísk einkenni Wernicke heilakvilla geta komið brátt eða á örfáum dögum. Þau helstu eru rugl (confusion) eða breytingar á huga- rástandi (mental status), truflun á augn- hreyfingum (oculomotor dysfunction) og stöðu- og göngulags truflun (stance and gait ataxia). Þetta er hin klassíska þrenning (triad) ein kenna, en almennt sést hún í aðeins um þriðjungi tilfella.16,25,26 Nánari lýsing helstu ein kenna Wernicke heilakvilla má sjá í töflu II. Korsakoff heilkenni getur þróast í kjölfar bráðs Wernicke heilakvilla sem er ekki með- höndlaður nógu skjótt.29 Það einkennist af afturvirkri og framvirkri minnistruflun (retro- grade and anterograde amnesia). Verulega skert geta er til að meðtaka nýjar upplýsingar, atburða minni (episodic memory) er ábóta vant og frum kvæði skerðist. Athygli er yfirleitt óskert og langtíma minni virðist varð veitast að ein hverju leyti, sem og annars konar vitræn færni. Íspuni (confabulation) er algengur og þessir sjúklingar reyna oft að giska sig inn í sam ræður. Almennt eru sjúklingar með Korsa koff heilkenni með skert innsæi á eigið ástand og eru gjarnan sinnulausir. Greining Greining byggist fyrst og fremst á klínískum skilmerkjum og þar koma nákvæm sögutaka og skoðun að miklu gagni. Almennt ætti að spyrja áfengissjúka sem koma til innlagnar út í skert jafnvægi eða byltur, en allir með Wernicke heilakvilla hafa sögu um versnandi jafnvægi skömmu fyrir komu. Afar mikilvægt er að fá neyslusögu sjúklingsins og gagnlegt getur verið að leita þeirra upplýsinga hjá aðstandendum eða í eldri sjúkraskrám. Hætta er á vangreiningu þegar menn reiða sig einkum á einkenni klassísku þrenningarinnar. Með Caine-greiningarskilmerkjunum mætti hugsanlega fanga stærra hlutfall sjúklinga en ella (frá 31% upp í um og yfir 85%), en þau eru eftirfarandi (minnst tvö af fjórum skilmerkjum): 30 • Næringarskortur: Lágur líkamsþyngdarstuðull, saga um skerta fæðuinntöku, þíamínskortur samkvæmt blóðprufum. • Truflun á augnhreyfingum: Augnvöðvalömun, augntin, ósamstæð augnstaða. • Vanstarfsemi hnykils (cerebellum): Óstöðugleiki eða ósamhæfing hreyfinga (ataxia), óeðlilegt hæl-hné próf, óeðlilegar víxlhreyfingar (dysdiadochokinesia) eða „past-pointing“. • Ýmist breyting á hugarástandi eða væg minniskerðing: Breytt hugarástand - óáttun á stað, stund og persónu (minnst 2 af 3), ruglástand, óeðlilegt „digit- span“ próf eða meðvitundarskerðing. Væg minnisskerðing - getur ekki munað tvö eða fleiri orð af fjögurra atriða lista, minnistruflun samkvæmt taugasálfræðilegri prófun. Korsakoff heilkenni er greint ef sjúklingur í bráðafasa hefur uppfyllt ofangreind skilmerki og er jafnframt með minnisskerðingu og óáttun án bráðs rugls, meðvitundarskerðingar og skertrar skynjunar. Einnig skal taka tillit til svörunar við þíamíngjöf og sjúkdómsgangs al- mennt til að styðja frekar við greiningu. Helstu mismunagreiningar Wernicke heila kvilla og Korsakoff heilkennis má sjá í töflu III. Segulómun getur komið að gagni ef um er að ræða óhefðbundin klínísk einkenni. Í bráða fasanum er dæmigert að sjá breytingar (T2- weighted hyperintense lesions) í vörtukjarna (mammillary bodies) og í kringum þriðja og fjórða heilahólf og smugu (periaqueductal gray matter).31 Rýrnun vörtukjarna er síðan mjög sértæk fyrir Korsakoff heilkenni.32 Með segulómun má jafnframt útiloka aðrar Tafla II. Yfirlit yfir einkenni Wernicke heilakvilla Breyting á hugrænu ástandi Byrjar gjarnan sem óáttun, slappleiki og áhugaleysi. Síðar meir getur borið á meðvitundarskerðingu og jafnvel meðvitundarleysi. Truflun á augnhreyfingum Getur komið fram sem augntin (nystagmus), einkum þegar horft er til hliðanna; lömun í hliðlæga réttivöðva (lateral rectus) og ósamstæð augnstaða (dysconjugate gaze). Önnur einkenni frá augum eru sjaldgæfari.3 Stöðu­ og göngulagstruflun Geta verið erfiðleikar við að sitja upprétt, standa eða ganga. Göngulagið er gjarnan gleiðspora og eru einstaklingar óöruggir við gang og skrefastuttir, fyrst og fremst vegna vanstarfsemi í andarkjörnum (vestibular nuclei). Önnur einkenni Langvinnt fjöltaugamein (polyneuropathy) kemur hjá allt að 80% sjúklinga með Wernicke heilakvilla.27 Önnur sjaldgæfari einkenni eru m.a. truflanir á kyngingu og raddbreyting vegna áhrifa á skreyjutaug (vagus nerve), lágur líkamshiti, lágþrýstingur, hraður hjartsláttur, mæði, EKG breytingar, andlitslömun og mænukylfulömun (bulbar paralysis).28 Tafla III. Helstu mismunagreiningar Wernicke- Korsakoff heilkennis Fráhvarfsheilkenni (delirium tremens) Blóðsykurfall Blóðnatríumlækkun Geðrof Heilaslag Fyrirferð í heila Heilabólga, t.d. af völdum veira Fullorðinsvatnshöfuð (normal pressure hydrocephalus) Lifrarheilakvilli (hepatic encephalopathy) Áfengistengd ketónblóðsýring Höfuðáverki Tímabundið minnisleysi (transient global amnesia) Heilabilun, t.d. vegna Alzheimer sjúkdóms Aukaverkanir lyfja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.