Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 27
R
it
rý
n
t
e
fn
i
R
itr
ýn
t e
fn
i
2
7
Ragna Sigurðardóttir
Fimmta árs læknanemi 2019-2020
Signý Vala Sveinsdóttir
Yfirlæknir blóðlækninga á Landspítala
Inngangur
Hér er fjallað um sjúkling sem leitar á
heilbrigðis stofnun í sinni heimabyggð vegna
slapp leika, vaxandi máttleysis í útlimum og
vaxandi þvoglumælgi. Greint er frá skoðunum
og rannsóknum í upphafi og áframhaldandi
uppvinnslu á grunni niðurstaðna þeirra. Þar
á eftir er fjallað um faraldsfræði, klíníska
birtingarmynd, greiningu og meðferð við
sjúkdómnum í fræðilegri umræðu.
Sjúkrasaga
Karlmaður á áttræðisaldri með sögu um
insúlínháða sykursýki, háþrýsting og heilaslag
árið 2017 leitaði á sjúkrastofnun haustið 2018
með vikulanga sögu um máttleysi í höndum og
fótum auk þvoglumælgi. Að auki hafði hann
fundið fyrir versnandi bakverkjum án sögu um
áverka. Vegna bakverkja hafði hann verið að
taka meira af verkjalyfjum sem aðstandendur
töldu slappleika og þvoglumælgi upphaflega
stafa af. Einnig var saga um rifbrot um
sumarið og hafði hann þá um haustið aldrei
náð sér almennilega. Vikuna fram að innlögn
hafði hann þó fundið fyrir töluverðri versnun.
Kerfakönnun leiddi í ljós litla matarlyst
og sagðist sjúklingurinn hafa lést um 5 kg
á einni viku. Einnig bakverki til lengri tíma
sem höfðu versnað undanfarið en neitaði dofa
og einkennum mænutaglsheilkennis (cauda
equina syndrome). Einnig kom fram að blinda
væri til staðar á öðru auganu eftir heilaslag
og dofi í báðum höndum sem hafði verið
til staðar í lengri tíma en hvarf við inntöku
á Gabapentíni.
Við uppvinnslu kom einnig í ljós eldra slag
í hnakkablaði (occipital lobe). Saga var um
mænu gangaþrengsli (spinal stenosis) og
hálsspengingu 2013.
Félagssaga og venjur: Saga var um reykingar til
lengri tíma. Maðurinn var kvæntur, búsettur
heima og átti uppkomin börn.
Skoðun
Sjúklingurinn var ekki bráðveikindalegur að sjá
og áttaður á stað og stund. Varir og slímhúðir í
munni voru þurrar. Við hjartahlustun heyrðist
systólískt óhljóð. Lungnahlustun var án
athuga semda. Kviður var mjúkur og eymsla-
laus með daufum garna hljóðum. Púlsar voru
sterkir og samhverfir í sveifarslagæð, ristar-
slagæð og aftari sköflungsslagæð. Ekki var
bjúgur á útlimum.
Taugaskoðun var gerð á bráðamóttöku sem
leiddi í ljós áður þekkta blindu á öðru auga,
eðlilegt og samhverft sjáaldursviðbragð beggja
vegna en sjúklingurinn átti erfitt með að halda
augum opnum og fylgja fingrum við tauga-
skoðun vegna þreytu. Hnakkastífleiki var ekki
til staðar en vinstra munnvikið lafði örlítið
og tungan leitaði til vinstri. Skyn í andliti
og útlimum var gróft metið eðlilegt. Kraftar
voru metnir sterkari í hægri efri útlim og ekki
var talið hægt að meta styrk í fótum þar sem
sjúklingurinn fékk verk í bakið við það að lyfta
fætinum upp og treysti sér ekki til að standa
vegna verkja.
Sjaldgæf greining
í kjölfar algengra
einkenna
Tilfelli af blóðlækningadeild
Tafla I. Lyf við komu
Lyf Skammtur
Gabapentín 300 mg x2,
Skammtur hafði verið minnkaður úr 600
mg x2 vegna gruns um lyfjatengda orsök
fyrir þvoglumælgi
Klópidógrel 75 mg x1
Atorvastatín 20 mg x1
Amlódipín 10 mg x1
Metóprólól 47,5 mg x1
Parasetamól 1000 mg x4
Norgesic (orfenadín
og parasetamól) 485 mg x1
Insulatard (insúlín) 23 einingar x2
Sorbitól 15 ml x2
Oxycontine
(ópíumalkalóíð) 5 mg x1
Celebra (celecoxíb) 100 mg x2