Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 27

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 27
R it rý n t e fn i R itr ýn t e fn i 2 7 Ragna Sigurðardóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Signý Vala Sveinsdóttir Yfirlæknir blóðlækninga á Landspítala Inngangur Hér er fjallað um sjúkling sem leitar á heilbrigðis stofnun í sinni heimabyggð vegna slapp leika, vaxandi máttleysis í útlimum og vaxandi þvoglumælgi. Greint er frá skoðunum og rannsóknum í upphafi og áframhaldandi uppvinnslu á grunni niðurstaðna þeirra. Þar á eftir er fjallað um faraldsfræði, klíníska birtingarmynd, greiningu og meðferð við sjúkdómnum í fræðilegri umræðu. Sjúkrasaga Karlmaður á áttræðisaldri með sögu um insúlínháða sykursýki, háþrýsting og heilaslag árið 2017 leitaði á sjúkrastofnun haustið 2018 með vikulanga sögu um máttleysi í höndum og fótum auk þvoglumælgi. Að auki hafði hann fundið fyrir versnandi bakverkjum án sögu um áverka. Vegna bakverkja hafði hann verið að taka meira af verkjalyfjum sem aðstandendur töldu slappleika og þvoglumælgi upphaflega stafa af. Einnig var saga um rifbrot um sumarið og hafði hann þá um haustið aldrei náð sér almennilega. Vikuna fram að innlögn hafði hann þó fundið fyrir töluverðri versnun. Kerfakönnun leiddi í ljós litla matarlyst og sagðist sjúklingurinn hafa lést um 5 kg á einni viku. Einnig bakverki til lengri tíma sem höfðu versnað undanfarið en neitaði dofa og einkennum mænutaglsheilkennis (cauda equina syndrome). Einnig kom fram að blinda væri til staðar á öðru auganu eftir heilaslag og dofi í báðum höndum sem hafði verið til staðar í lengri tíma en hvarf við inntöku á Gabapentíni. Við uppvinnslu kom einnig í ljós eldra slag í hnakkablaði (occipital lobe). Saga var um mænu gangaþrengsli (spinal stenosis) og hálsspengingu 2013. Félagssaga og venjur: Saga var um reykingar til lengri tíma. Maðurinn var kvæntur, búsettur heima og átti uppkomin börn. Skoðun Sjúklingurinn var ekki bráðveikindalegur að sjá og áttaður á stað og stund. Varir og slímhúðir í munni voru þurrar. Við hjartahlustun heyrðist systólískt óhljóð. Lungnahlustun var án athuga semda. Kviður var mjúkur og eymsla- laus með daufum garna hljóðum. Púlsar voru sterkir og samhverfir í sveifarslagæð, ristar- slagæð og aftari sköflungsslagæð. Ekki var bjúgur á útlimum. Taugaskoðun var gerð á bráðamóttöku sem leiddi í ljós áður þekkta blindu á öðru auga, eðlilegt og samhverft sjáaldursviðbragð beggja vegna en sjúklingurinn átti erfitt með að halda augum opnum og fylgja fingrum við tauga- skoðun vegna þreytu. Hnakkastífleiki var ekki til staðar en vinstra munnvikið lafði örlítið og tungan leitaði til vinstri. Skyn í andliti og útlimum var gróft metið eðlilegt. Kraftar voru metnir sterkari í hægri efri útlim og ekki var talið hægt að meta styrk í fótum þar sem sjúklingurinn fékk verk í bakið við það að lyfta fætinum upp og treysti sér ekki til að standa vegna verkja. Sjaldgæf greining í kjölfar algengra einkenna Tilfelli af blóðlækningadeild Tafla I. Lyf við komu Lyf Skammtur Gabapentín 300 mg x2, Skammtur hafði verið minnkaður úr 600 mg x2 vegna gruns um lyfjatengda orsök fyrir þvoglumælgi Klópidógrel 75 mg x1 Atorvastatín 20 mg x1 Amlódipín 10 mg x1 Metóprólól 47,5 mg x1 Parasetamól 1000 mg x4 Norgesic (orfenadín og parasetamól) 485 mg x1 Insulatard (insúlín) 23 einingar x2 Sorbitól 15 ml x2 Oxycontine (ópíumalkalóíð) 5 mg x1 Celebra (celecoxíb) 100 mg x2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.