Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 34

Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 34
R itr ýn t e fn i 3 4 tensin converting enzyme, ACE). Angíó- tensín II gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun blóð rúmmáls því það veldur sam- drætti æða og þar af leiðandi auknu æða- viðnámi og hækkun slagæða þrýstings, auk þess að örva flutning natríums til fjærhluta nýrunga og stuðlar þannig að varðveislu þess. Angíótensín II örvar einnig losun aldósteróns frá nýrnahettum sem eykur frásog natríums í safngöngum nýrna. Loks örvar angíótensín II losun vasópressíns frá aftari hluta heiladinguls sem leiðir til varð veislu vatns með því að auka frásog þess í safngöngum nýrna og örva þorsta stöðvar heilans.5 Þrátt fyrir að vera nátengd er stýring natríum jafnvægis og vatnsjafnvægis að mestu óháð hvoru öðru. Natríum ræður rúm- máli utanfrumuvökva.2 Við natríumskort dregst utanfrumurúmmál saman og veldur það örvun á þrýstingsnemum og seytingu reníns frá nýrunum sem leiðir til losunar á aldósteróni frá nýrnahettum. Aldósterón veldur því að nýrnapíplur frásoga og varðveita natríum og vatn.1,6 Hinsvegar ef inntaka natríums er ofaukin þá er renín-, angíótensín- og aldósterónkerfið bælt og meira natríum er skilið út þar til jafnvægi er náð á ný. Ferli sem viðhalda natríumjafnvægi geta brenglast samfara sjúkdómum og leitt til natríumskorts eða ofhleðslu natríums (Mynd 2).1 Auk rúmmáls er styrkur uppleystra efna (tonicity) í utanfrumuvökva mikilvægur og ræðst hann af vatnsjafnvægi líkamans. Osmólaþéttni er besti mælikvarðinn á styrk uppleystra efna en natríumstyrkur sermis er sú breyta sem oftast er notuð. Osmólaþéttni blóðvökva er stýrt af þorsta og útskilnaði á fríu vatni. Vasópressín gegnir lykilhlutverki í stjórnun vatnsjafnvægis með því að auka frásog vatns í safngöngum nýrna. Seytingu þess er einkum stjórnað af osmóviðtökum í undirstúku heilans sem nema osmólaþéttni utanfrumu vökva og senda boð til aftari hluta heila dinguls um að auka eða minnka seytingu á vasó pressíni (Mynd 2).1-2 Þynning utanfrumu vökva, vegna inntöku vökva sem hefur lægri osmóla þéttni en blóðvökvi veldur bælingu á seytingu vasó pressíns og skilja nýrun því út meira vatn og þar af leið andi þunnt þvag. Á hinn bóginn veldur vatns þurrð aukinni seytingu vasópressíns sem veldur auknu frásogi vatns í safngöngum nýrna og við það þéttist þvagið. Við vatnsþurrð geta heil brigð nýru þétt þvagið og aukið styrk þvag efnis hundrað- falt.1 Vasópressín er einnig stýrihormón í stjórnun blóð þrýstings. Lágþrýstingur örvar seytingu þess og eru þau áhrif yfirsterkari bælingu vegna lágrar osmólaþéttni sermis. Seyting verður því á vasópressíni við skort á virku blóðrúmmáli, jafnvel þótt osmólaþéttni sermis sé lág og leiðir það oft til myndunar blóðnatríumlækkunar.2 Það er ógerlegt að fara yfir öll þau miklu og flóknu fræði bakvið vökvajafnvægi líkamans og stýringu jónefnajafnvægis í stuttri yfirlitsgrein. Í þessari grein verður lögð áhersla á klínískt mat sjúklinga með blóðrúmmáls- minnkun (hypo volemia), við hvaða aðstæður er þörf á vökva gjöf og val á innrennslisvökva hverju sinni. Mat á vökvarúmmáli Mat á vökvarúmmáli sjúklinga er veruleg áskorun fyrir lækna og ekki óalgengt að því skeiki. Ákvörðun vökvarúmmáls byggir fyrst og fremst á klínísku mati með stuðningi rannsókna. Sjúklingar með blóðrúmmáls- minnkun hafa ýmis teikn við líkamsskoðun og frávik í niðurstöðum rannsókna sem geta gefið vísbendingu og því mikilvægt að kunna skil á þeim. Klíníska myndin getur bæði tengst rúmmálsminnkuninni sjálfri og undirliggjandi orsök hennar.7 Loks geta ítrekaðar þyngdarmælingar ásamt vökva- og þvaglátaskrá á sjúkrahúsi komið að gagni við mat á vökvarúmmáli sjúklings. Við sam drátt á rúmmáli utanfrumuvökva lækkar líkams- þyngd og minnkun verður yfirleitt á þvag- magni vegna varð veislu natríums og vatns sem leitt getur til þvagþurrðar (oliguria). Sé hins vegar geta nýrna til að þétta þvagið skert eða þvagið ríkt af glúkósa, þvagefni (urea) eða öðrum osmólum þá getur þvagmagn verið innan eðlilegra marka þrátt fyrir minnkað blóðrúmmál.8 Hafa ber í huga að vökva- og þvaglátaskrár taka ekki tillit til ómeðvitaðs vökvataps.6, 9 Einkenni blóðrúmmálsminnkunar Skipta má einkennum sjúklinga með blóð- rúmmáls minnkun í þrennt: einkenni sem teng jast rúmmálsminnkuninni, einkenni sem teng jast orsök vökvaskortsins og síðan þau ein kenni sem rekja má til raskana í jónefna- og sýru- og basajafnvægi líkamans sem fylgt geta vökvaskortinum.7 Einkenni sem stafa af rúmmálsminnkuninni tengjast fyrst og fremst minnkuðu blóðflæði til líffæra og vefja. Fyrstu kvartanir sjúklinga eru jafnan þrekleysi, þorsti, vöðvakrampar og svimi við stöðubreytingar. Enn frekara vökvatap getur leitt til kviðverkja, brjóstverkja, svefnhöfgi og ruglsástands. Sjúklingar geta jafnframt greint frá minnkuðu þvagmagni eða minni tíðni þvagláta.7 Einkenni sem tengjast orsök vökvatapsins eru til dæmis uppköst, niðurgangur, flóðmiga (polyuria), vessun frá alvarlegum brunasárum á húð eða verkur í tengslum við söfnun vökva í þriðja rými, til dæmis brjóst- eða kviðarhol.7 Mynd 2: a. Áhrif renín-, angíótensín- og aldósterónkerfisins á vökvarúmmál og blóðþrýsting. b. Áhrif vasópressíns á vökvarúmmál. Örvun: Þrýstingsnemar í nýrum nema lækkað utanfrumu­ vökvarúmmál eða lækkaðan blóðþrýsting sem örvar seytun á reníni Örvun: Osmóviðtakar í undir­ stúku nema aukinn osmólastyrk sermis sem örvar seyt ingu vasópressíns Jafnvægi í osmólastyrk sermis Frásog H 2 O kemur í veg fyrir aukningu í osmólastyrk Vatnsdrykkja lækkar osmólastyrk Osmóviðtakar í undirstúku Aftari hluti heiladinguls Þorsti Jafnvægi blóð­ rúmmáls og blóðþrýstings Aukið frásog Na+ frá nýrnapíplum a) Renín­angíótensín­aldósterón (RAAS) kerfið leiðir til aukins vökvarúmmáls og hækkunar blóðþrýstings b) Vasópressín eykur vökvarúmmál með auknu frásogi vatns frá safngöngum nýrna Nýrnahettur Samdráttur slagæðlinga Aldósterón Angíótensín II Vasópressín Angíótensínógen Renín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.