Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 35

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 35
R it rý n t e fn i R itr ýn t e fn i 3 5 Ýmsar raskanir á jafnvægi jónefna og sýru og basa geta verið fyrir hendi hjá sjúklingum með minnkað blóðrúmmál og fer það eftir eðli vökvatapsins. Ekki verður fjallað ítarlega um öll ein kenni þessara raskana, en þau alvarlegustu eru: vöðvamáttleysi vegna breytinga í blóð kalíum jafnvægi; flóðmiga og þorsti vegna alvarlegrar blóðkalíum lækkunar; hrað öndun vegna blóð sýringar (acidemia); tauga- og vöðvaertinæmi og ruglástand vegna efnaskiptalýtingar (meta bolic alkalosis); þrekleysi, rugl, flog og jafnvel dá vegna raskana á vatnsjafnvægi.2-3, 10 Teikn við líkamsskoðun Nokkur teikn geta verið til staðar við líkams- skoðun sem benda til samdráttar á vökva- rúmmáli, en þau eru þó hvorki næm né sértæk.7, 11 Ef tap hefur orðið á millivefsvökva þá leiðir það til minnkaðrar vökvafyllingar húðar. Þegar mynduð er felling í húðinni skreppur hún hægar til baka vegna minnkaðrar vökva- fyllingar (turgor). Vökvafylling húðar minnkar með aldri vegna rýrnunar á elastíni og því er minnkuð spenna í húð við þessa skoðun ekki alltaf merki um minnkað utanfrumurúmmál hjá eldri sjúklingum. Hjá þeim er mælt með að prófa vökvafyllingu húðar á innri hluta læris eða yfir bringubeini. Hjá sjúklingum með offitu getur verið erfitt að greina minnkaða vökva fyllingu húðar.11 Þá getur þurr húð verið merki um vökva skort. Ennfremur geta þurrar slím húðir og þurr tunga verið vís bending um minnkað vökva rúmmál. Þessi teikn við skoðun eru þó ekki mjög næm fyrir blóð- rúmmálsminnkun.7, 11 Seinkun verður á háræðafyllingu við blóð- rúmmálsminnkun. Hana má meta með að þrýsta á naglbeð sjúklings þannig að húðin undir hvítni og meta tímann þar til eðli legur húðlitur kemur aftur. Eðlileg lengd háræða- fyllingar er 2 sekúndur hjá fullorðnum karl- mönnum, 3 sekúndur hjá fullorðnum konum og 4 sekúndur hjá öldruðum.11 Þrátt fyrir að seinkuð háræðafylling sé lítið næm fyrir blóðrúmmálsminnkun getur þetta teikn stutt við klínískt mat á sjúklingnum.11 Breytingar verða á blóðþrýstingi og hjart- sláttar tíðni við minnkun á blóðrúmmáli. Við minni háttar samdrátt á blóðrúmmáli getur blóð þrýstingur verið eðlilegur og þróast síðan yfir í réttstöðu blóðþrýstings fall og við frekari blóðrúmmáls minnkun verður lækkun á blóð- þrýstingi óháð líkamsstöðu.12 Réttstöðu- blóðþrýstingsfall, sem hefur verið skilgreint sem lækkun slagbilsþrýstings (systolic pressure) um ≥20 mmHg eða hlébilsþrýstings (diastolic pressure) um ≥10 mm Hg innan 3 mínútna frá því að einstaklingur rís á fætur, er ekki talið næmt fyrir vökvatapi sem nemur minna en um 1000 ml.11 Rannsóknir hafa sýnt að aukning á hjartsláttartíðni um 30 slög/mín. við réttstöðu er næmari mælikvarði á blóðrúmmálsminnkun en blóðþrýstingsfall við réttstöðu.11 Mikilvægt er að átta sig á grunngildi blóðþrýstings hjá hverjum sjúklingi fyrir sig, sérstaklega þeim sem hafa sögu um háþrýsting.12 Ómskoðun og rafleiðnimæling Ómskoðun á neðri holæð er gagnleg við mat á blóðrúmmáli því hún hefur þá kosti að vera næm og fljótleg, auk þess sem hægt er að framkvæma hana við rúmstokk sjúklings. Næmi ómskoðunar er þó háð færni þess sem fram kvæmir skoðunina.13 Rannsóknir hafa sýnt að þvermál neðri holæðar og hversu mikið hún fellur saman við þrýsting geti sam rýmst mælingum á miðlægum bláæða- þrýstingi (central venous pressure) og geti stutt við áætlaða svörun við vökvagjöf.13-17 Þá hefur verið sýnt fram á að þessi aðferð geti gagnast við að spá fyrir um vökvaþörf næsta sólarhringinn.17 Hinsvegar hefur mælingin ákveðnar takmarkanir og þarf einkum að íhuga þætti sem hafa áhrif á þrýsting innan brjósthols eða kviðarhols og í hægri gátt og þá sem hafa bein áhrif á þrýsting innan hóstar bláæðarinnar.18 Vélinda ómun hefur verið notuð til að meta stærð vinstri slegils en þvermál slegilsins í lok hlébils er talið hafa forspár gildi fyrir svörun við vökvagjöf. Hins- vegar hefur rann sóknin tak markaða gagnsemi ef ekki liggja fyrir niður stöður fyrri rannsókna á sjúklingi til saman burðar.19 Aðrar mælingar sem vís bendingar eru um að hafi gildi við að spá fyrir um hversu vel sjúklingur mun svara vökva gjöf eru breyti leiki í slag rúmmáli (stroke volume) hjarta, breytileiki í púlsþrýstingi og breytingar í hraða blóðflæðis í ósæð.19 Nýleg greiningaraðferð til að meta líkams- samsetningu sem byggir á rafleiðnimælingu (bioelectrical impedance analysis) hefur einnig verið notuð við ákvörðun vökvarúmmáls. Straumur er látinn flæða gegnum líkamann og spennu breyting notuð til að reikna viðnám. Aðferðin, sem grundvallast á því að straumur flæðir mishratt gegnum vefi líkamans, hefur einkum verið notuð til að mæla hlutfall líkamsfitu, þar sem minni vökvi er í fituvef en í flestum öðrum vefjum. Rafleiðnimæling er ódýr og einföld í notkun og hefur verið beitt í vaxandi mæli til að meta heildarvatnsmagn líkamans. Hún gagnast hins vegar ekki við mælingu á blóðrúmmáli.9, 20-21 Blóð­ og þvagrannsóknir Við blóðrúmmálsminnkun verða frávik í niður stöðum blóð- og þvagrannsókna sem geta gefið vísbendingu um orsök rúmmáls- minnkunarinnar.7 Styrkur þvagefnis og kreatíníns í sermi hækkar við lækkun GSH. Hinsvegar getur styrkur þvagefnis í sermi einnig hækkað við aukna myndun þess eða aukið frásog í nýrna- píplum. Því er styrkur kreatíníns áreiðanlegri mælikvarði á GSH þar sem það er myndað á tiltölulega stöðugan hátt í þverrákóttum vöðvum og er ekki frásogað í nýrnapíplum. Krea tínín getur þó verið mishátt milli einstak linga vegna breytilegs vöðvamassa. Hlut fall þvag efnis og kreatíníns getur hækkað allt að tvöfalt við blóðrúmmálsminnkun vegna aukins frásogs þvagefnis sem tengist frásogi natríums. Hjá heilbrigðum einstak- lingum hækkar styrkur kreatíníns yfirleitt ekki upp fyrir eðlileg mörk fyrr en GSH hefur lækkað um 50% og er því hækkun á þvag efnis/kreatínín-hlut falli vísbending um blóðrúmmáls minnkun. Einnig er vert að nefna að þvagefnis/kreatínín-hlutfall sjúk- linga með blæð ingu í meltingar vegi hækkar vegna minnk unar utanfrumuvökva rúmmáls sem hefur aukið frá sog í nýrna píplum í för með sér, auk þess sem myndun þvag efnis eykst vegna sundrunar ferlis (catabolism) og frá sogs blóð prótína í meltingarvegi.8 Við blóðrúmmálsminnkun getur styrkur natríums í sermi brenglast.22 Við vatnstap getur komið fram blóðnatríumhækkun. Á hinn bóginn gefur blóðnatríumlækkun til kynna hlutfallslega aukingu heildarvatnsmagns líkamans miðað við natríum en ekki hvort skortur eða ofgnótt sé á öðrum hvorum þætt- inum. Við skort á utanfrumu vökva vegna vökva taps getur myndast blóðnatríum lækkun vegna kröft ugrar varð veislu vatns af hálfu nýrna sem miðlað er af vasó pressíni. Af sömu ástæðu getur blóðnatríum lækkun einnig komið fram við ofgnótt utanfrumu vökva, til dæmis hjá sjúk lingum með hjarta bilun eða lifrar bilun. Vökvarúmmáls minnkun getur valdið ýmsum jónefna röskunum og fer það eftir sam setningu vök vans sem tapaðist. Ekki verður fjallað um þær rask anir hér. Samdráttur rúmmáls blóðvökva hækkar bæði hematókrít og styrk albúmíns í sermi því rauð blóðkorn og albúmín eru bundin við innanæðarými. Margvíslegir aðrir þættir geta haft áhrif á þessar breytur.7 Lágur styrkur natríums í þvagi bendir sterklega til blóðrúmmálsminnkunar.23-24 Nýrun bregðast við minnkuðu blóðflæði með kröftugu frásogi natríums og vatns sem gerir það að verkum að natríumstyrkur í þvagi verður lágur og osmólaþéttni og eðlisþyngd þvags há.2, 24 Undantekningar frá því eru meðal annars notkun þvagræsilyfja og undirliggjandi nýrnasjúkdómur.23 Hlutfallslegur útskilnaður natríums metur hlutfall síaðs natríums sem skilið er út í þvagi og getur komið að gagni við mat á blóðrúmmálsminnkun. Þvagmagn hefur ekki áhrif á þessa mælingu líkt og styrk natríums í þvagi.2, 23-24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.