Læknaneminn - 01.04.2020, Side 45

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 45
R itr ýn t ef ni R itr ýn t e fn i 4 5 greina frá völundarsvima með því að útiloka teikn og einkenni frá kuðungi eyrans.28 Einnig er hægt að greina á milli sjúkdómanna með eðli svimans. Í völundarsvima varir sviminn sjaldan lengur en í nokkrar klukkustundir öfugt við andartaugabólgu þar sem hann varir yfirleitt í daga eða vikur.33 Meinmyndun sjúkdómsins er ekki að fullu þekkt. Orsök hans er talin vera innanvessa- bjúgur (endolymphatic hydrops) í himnuhluta völundarhúss. Það felur í sér að innanvessabil (endolymphatic space) völundarhússins þenst yfir á svæði sem venjulega er hluti af utanvessa- bili (perilymphatic space) þess.39 Mynd 3 sýnir innanvessa bjúg í innra eyra. Kenningin um mikilvægi innanvessabjúgs í meinmyndun völundarsvima hefur verið studd með segulómmyndrannsóknum.39 Það sem flækir málið er að það eru ekki allir af þeim sem hafa innanvessabjúg sem hafa sögu um völundarsvima. Það eru ýmsir þættir sem talið er að geti valdið sjúkdómnum, til dæmis áverkar, sýkingar, blóðþurrð, sjálfsónæmi og erfðaþættir. Þar sem innanvessabjúgur virðist ekki valda völundarsvima í öllum tilfellum auk þess sem fleiri þættir hafa verið taldir líklegir orsakaþættir hans, er talið að um fjölþættar orsakir sé að ræða í meinmynduninni.41 Greining völundarsvima getur verið krefjandi þar sem einkennin eru breytileg og heyrnar- leysi sveiflukennt svo ekki næst alltaf að framkvæma heyrnarmælingu meðan á kastinu stendur. Þetta gerir það að verkum að oft líða ár frá því að fyrstu einkenni koma fram og þar til öll einkenni heilkennisins hafa verið staðfest.39 Það er ekki til eitt ákveðið klínískt próf sem greinir sjúkdóminn og því hafa verið gefin út greiningarskilmerki sem stuðst er við. Nýjasta útgáfa greiningarskilmerkjanna var gefin út árið 2015.42 Tafla I sýnir greiningarskilmerki völundarsvima. Greining völundarsvima felur í sér sögu sem sam ræmist sjúkdómnum, heyrnarmælingu og mat á augnhreyfingum. Til þess að meta virkni jafnvægiskerfisins eru notuð augntins hreyfimynda ritun og hita-/kuldaáreitis próf. Svokölluð VEMP (vestibular evoked myogenic potential) próf eru notuð til þess að meta virkni kalkkristalakerfis og árangur meðferðar með gentamísíni, sem farið verður yfir hér að neðan. Á árunum 2005 til 2008 kom fram ný tækni í myndgreiningu innanvessabjúgs sem gerir mögulegt að staðfesta innanvesssabjúg í lifandi einstaklingum en áður var aðeins hægt að staðfesta hann með krufningu. Nýja tæknin felur í sér skuggaefnisgjöf með gadolíníum klósambandi annað hvort í æð eða í miðeyra með stungu gegnum hljóðhimnu (intratympanic). Í framhaldinu er tekin þrívíddar segulómmynd til þess að sjá aðgreiningu á innan- og utanvessabilum innra eyrans. Það skal hafa í huga að ekki er línuleg fylgni á milli magns innanvessa bjúgs og klínískra einkenna, en heyrn getur verið vel varðveitt þrátt fyrir áberandi innanvessabjúg.39 Ekki er heldur nauðsynlegt að staðfesta innanvessa bjúg til þess að greina völundarsvima og skal ekki velja segulómmyndun fram yfir fyrrnefnd greiningarskilmerki við greiningu sjúkdómsins þegar skilmerkin eru að fullu uppfyllt.43 Meðferð völundarsvima er einstaklingsbundin og miðar að því að lágmarka tíðni, lengd og alvarleika svimakasta. Því miður er ekki til meðferð sem stöðvar eða tefur framgang heyrnarleysis. Oft er byrjað á ráðleggingum um lágmörkun álags og lífstílsbreytingar sem fela í sér breytt mataræði með takmörkun salt-, koffín- og áfengisinntöku.41 Talið er að lítið magn salts í fæðu og mikil vatnsinntaka geti komið í veg fyrir losun hormónsins vasópressíns, sem eykur endurupptöku vatns í nýrum, og þannig hjálpað til við að viðhalda samvægi (homeostasis) í innra eyranu.43 And-histamínlyfið betahistín er ráðlagt til meðhöndlunar svima í völundarsvima.41, 43 Í Cochrane yfirlitsgrein komast höfundar að þeirri niðurstöðuð að lyfið geti minnkað einkenni svima og þolist almennt vel en að þörf sé á rannsóknarniðurstöðum af hærri gæðum til þess að staðfesta jákvæð áhrif þess.44 Þvagræsilyf hafa verið notuð í gegnum tíðina í meðferð völdunarsvima og var talið að þau myndu minnka vökvaþrýsting í eyrunum og hægja þannig á heyrnartapi.41 Ekki eru til rannsóknarniðurstöður af nógu góðum gæðum til þess að sýna fram á áhrif þvagræsilyfja á einkenni sjúkdómsins.45 Bensódíasepínlyf má nota með skynsemi til þess að minnka einkenni frá jafnvægiskerfinu meðan á bráðu svimakasti stendur.41 Ef ekki næst að halda svimaköstum í skefjum með ofangreindum aðferðum er næsta skref að láta reyna á hljóðhimnurör í veika eyranu. Ávinningur þess er talinn vera að hafa áhrif á þrýsting í mið- og innra eyra.46 Þegar röri hefur verið komið fyrir er einnig möguleiki að gefa stera í miðeyrað47 og er talið að sú meðferð minnki bæði bólgu- og sjálfsofnæmissvörun líkamans.41 Fáar rannsóknir hafa verið gerðar til staðfestingar á gagnsemi þessarar meðferðar. Það er þó talið að einstaklingsmiðuð notkun hennar sé í lagi á grunni þess að lítil áhætta sé á fylgikvillum, svo sem heyrnartapi.43 Næsti kostur í meðferð völundarsvima er gjöf lyfsins gentamísins í miðeyra. Það veldur óafturkræfri rýrnun á hárskynfrumum og taugaþekjufrumum (neuroepithelial cells) í innra eyra og nær þannig stjórn á svima- köstum í völundarsvima. Þessu fylgir hætta á heyrnartapi en rannsóknir hafa verið þróaðar með það að markmiði að finna lægsta mögulega skammt af gentamísíni sem nær hámarks stjórn á svimaköstum.43 Niður- staða Cochrane yfirlitsgreinar frá 2011 er sú að meðferðin virðist vera gagnleg gegn svima köstum í völundar svima en að það sé óhjákvæmilega einhver hætta á heyrnartapi.48 Seinustu meðferðarmöguleikarnir við völundar svima eru skurð aðgerðir. Til er skurð aðgerð sem kallast innanvessabelgs samveituaðgerð (endolymphatic sac shunt surgery). Talið er að með þeirri aðgerð megi fjarlægja aukalegan innanvessa úr innanvessa- bilinu og þannig minnka líkurnar á svima- köstum.41 Rannsóknum ber ekki saman um gagnsemi aðgerðarinnar49,50 og er hún því aðeins boðin þeim sem ekki fá bót hamlandi einkenna með fyrrnefndum lífstílsbreytingum og lyfjameðferðum.41 Aðrar aðgerðir sem koma til greina eru brottnám völundarhúss (labyrinthectomy) og aftenging andartaugar (vestibular neurectomy). Aftenging andar- taugar er talin vera sú meðferð sem er áhrifa- ríkust gegn köstum með skyndilegum föllum og einnig í því að gera sjúkdóminn óvirkan. Möguleiki er á kuðungs ísetningu (cochlear Tafla I. Greiningarskilmerki völundarsvima.42 Örugg greining (definite) • Tvö eða fleiri sjálfsprottin köst af snarsvima sem hvert varir frá 20 mínútum til 12 klukkustunda. • Lág- til meðaltíðni skyntaugatap, staðfest með heyrnarmælingu, í því eyra sem talið er eiga í hlut. Heyrnartapið verður að vera í að minnsta kosti eitt skipti, á meðan á svima stendur eða fljótlega í kjölfar hans. • Sveiflukennd einkenni frá eyrum (heyrn, suð eða fylling) í eyranu sem á í hlut. • Einkenni skýrast ekki betur af öðrum sjúkdómi í innra eyra. Hugsanleg greining (probable) • Tvö eða fleiri köst af svima eða snarsvima sem hvert varir frá 20 mínútum til 24 klukkustunda. • Sveiflukennd einkenni frá eyrum (heyrn, suð eða fylling) í eyranu sem á í hlut. • Einkenni skýrast ekki betur af öðrum sjúkdómi í innra eyra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.