Læknaneminn - 01.04.2020, Page 50

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 50
Fr óð le ik ur 5 0 Sólveig Bjarnadóttir Formaður Félags læknanema 2019-2020 Félag læknanema (FL) var stofnað 6. mars 1933 að frumkvæði Baldurs Johnsen, Bjarna Jóns sonar og Ólafs Geirssonar. Fyrsta baráttu málið var hið svokallaða “Taxtamál” og snéri að launakjörum læknanema sem stóðu þá í deilum við stjórn Klepps. Kaup læknanema var þá um 150-300 kr á mánuði og kröfðust nemarnir hærra kaups.1 Samninga viðræður báru ekki árangur og nokk urrar óánægju gætti um málið eins og við mátti búast. Kjara mál hafa þannig löngum verið baráttu mál og lækna nemar hafa sýnt mikla samstöðu í þeim efnum. Jafnvel hefur verið blásið til verkfalls aðgerða þegar heilbrigðis stofnanir hafa gert atlögu að kjörum lækna nema. Má nefna að í kjaradeilu lækna 2014 hótuðu lækna nemar að sækja ekki um kandídata stöður eða afleysinga stöður og beittu þannig miklum þrýstingi. Frá stofnun FL hefur félagið einnig komið að ráðningu lækna nema á heilbrigðis stofnanir og hafði þróað sérstakt ráðningakerfi meðal annars til að sporna við frændsemi við ráðningar. Lækna nemum var þá raðað af handahófi í sér staka forgangs röð og fengu að velja stöður eftir þeirri röðun. Þetta fyrirkomulag var þó dæmt ólöglegt af umboðsmanni Alþingis árið 2010 og er því ekki lengur við lýði.2 Af öðrum málum má nefna að stutt er síðan lækna nemar fengu niðurgreiðslu á mat í mötu neyti spítalans og fallið var frá kostnaði við nauðsyn legar bólusetningar. FL hefur þannig löngum staðið í ötulli baráttu fyrir læknanema og hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Helstu mál líðandi stundar varða aðild læknanema að Læknafélagi Íslands, aðgang að lyfjagagnagrunni Landlæknis, LÍN, aðstöðu og kennslumál. Læknanemar hafa oft verið róttækir í sinni baráttu. Þannig hefur það verið yfirlýst stefna félagsins að það telji sér ekkert óviðkomandi sem varðar hag eða fræðslu læknanema. Árið 1983 var þannig stofnaður vinnuhópur FL um afleiðingar af notkun kjarnorkuvopna en þá hafði verið nokkur umræða um þessi mál á alþjóðavettvangi læknanema.3 Markmið félagsins voru metnaðarfull og snéru að fræðslu almennings og hvernig mætti bregðast við kjarnorkusprengingu. Einnig kom upp sú hugmynd hvort kenna ætti „katastróf med“ sem hluta af læknanámi. Fyrsta verk vinnuhópsins var ítarleg upplýsingaöflun og þá voru áform um að halda opinn fræðslufund, koma „áróðri“ í fjölmiðla og birta grein í Læknanemanum. Því miður virðist starfsemin hafa dáið út og fundargerðarbók félagsins tekur snöggan endi. Þó voru stofnuð sama ár Samtök lækna gegn kjarnorkuvá og tóku læknanemar þátt í starfsemi þeirra.4 Kjarnorkuumræðurnar spruttu eins og áður sagði úr alþjóðastarfi læknanema en það á sér merkilega sögu. Alþjóða samtök lækna- nema (Inter national Federation of Medical Students’ Associations, IFMSA) voru stofnuð í Kaupmanna höfn 1951 og FL gerðist aðili 1957.5 Mark miðið var að auka faglegt samstarf lækna nema óháð kyni, þjóð erni, trú eða stjórnmálaskoðun. Nú eiga félög læknanema frá 123 löndum aðild að IFMSA. Innan samtakanna starfa sex undir nefndir á sviðum lýðheilsu, kennslumála, vísinda starfs, kynheilbrigðis, mannréttinda og stúdenta- skipta.6 Árið 1997 var íslensk kona, Björg Þorsteins dóttir, kjörin forseti samtakanna en hún er eini Íslendingurinn svo vitað sé sem hefur gegnt ábyrgðarstöðu innan IFMSA.5 Samtökin þjóna sem vettvangur fyrir læknanema til að ræða ofangreind mál efni og með IFMSA hafa læknanemar rödd innan stofnanna á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Einnig hafa samtökin milligöngu um skipti nám læknanema en árlega fara íslenskir lækna- nemar í skiptinám um allan heim. Ísland er jafnframt aðili að norrænu samstarfi lækna- Hin hliðin á læknanáminu Af öllum greinum læknanámsins er ein sem höfð er í mestum heiðri, nefnilega félagslífið. Á sex árum göngum við saman í gegnum súrt og sætt og kynnumst betur en við þorum að viðurkenna, einkum eftir þrotlausar æfingar í líkamsskoðun. Félagsskapurinn fleytir okkur í gegnum erfiða tíma í náminu og vináttan er sennilega það dýrmætasta sem við tökum með okkur út í lífið. Læknanemar hafa enda verið mikilvirkir í félagsstörfum í gegnum árin og iðnir við að stofna félög til þess að halda utan um hagsmunabaráttu, skemmtanahald, forvarnarstarf eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Markmiðið með þessari grein er að líta yfir farinn veg, segja frá víðtæku félagsstarfi læknanema og skrásetja söguna. Félagsstörf læknanema í gegnum árin Mynd 1. Auglýsing úr Læknanemanum 1970.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.