Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 58
Fr
óð
le
ik
ur
5
8
STlækkanir
ST-lækkanir sem eru láréttar eða niðurhallandi
geta verið merki um blóðþurrð (NSTEMI eða
við áreynslupróf )(Mynd 24).
• Lækkunin verður að vera að minnsta kosti
0,5 mm í tveimur samliggjandi leiðslum.
• T-bylgju viðsnúningur (inversionir) >
1 mm djúpar í tveimur samliggjandi
leiðslum þar sem R/S hlutfallið er >1 er
einnig merki um NSTEMI.
SThækkanir
ST-hækkanir hjá einstakling með brjóstverk
benda til algjörrar stíflu í kransæð (Mynd 25).
• Hækkunin verður að vera að minnsta
kosti 1 mm í tveimur samliggjandi
leiðslum en í leiðslum V2 og V3 gildir
eftirfarandi: ≥2 mm hjá körlum ≥40 ára,
≥2,5 mm hjá körlum <40 ára og ≥1,5 mm
hjá konum á öllum aldri.
• Lokun á kransæð á bakvegg hjartans
getur þó verið lúmsk þar sem það skortir
leiðslur á hefðbundu hjartalínuriti
sem endurspegla þann hluta hjartans.
Djúpar ST-lækkanir yfir framvegg geta
þó í raun verið hækkanir yfir bakvegg.
Þetta má staðfesta með því að færa þrjár
brjóstleiðslur sem gefur okkur leiðslu 7, 8
og 9 (sjá mynd 26).
5. Tbylgjur
Blóðþurrð
• Í upphafi hjartadreps verða T-bylgjurnar
háar (jafnvel hærri en QRS-komplexinn)
en nokkrum klukkustundum síðar verða
þær viðsnúnar (á hvolfi).
• Skoðum T-bylgjurnar samkvæmt sama
skipulagi og ST-segmentin.
d. V1-V6 (Anterior)
e. I og aVL (Lateral)
f. II, III og aVF (Inferior)
Kalíumbúskapur
T-bylgjurnar skipta máli varðandi truflanir
á kalíumbúskap því kalíumgöng spila lykil-
hlutverk í endurskautun hjartavöðvafruma.
Hyperkalemía:
• EKG breytingar skipta meira máli en
serum-gildið og því gildir að ef breytingar
eru á riti þá ÞARF að bregðast við og
lækka kalíum gildið.
• T-bylgjurnar hækka eftir því sem kalíum
gildið er hærra.
• Eftir því sem kalíum gildið hækkar þá
styttist PR-bilið og að lokum hverfa
P-bylgjurnar.
• Að lokum víkkar QRS-komplexinn og
rennur saman við T-bylgjuna.
Hypokalemía
• ST-lækkun.
• T-bylgjan flest út og QT-bilið lengist.
• U-bylgja birtist.
Lokaorð
Við vonum að þessi grein muni hjálpa ykkur að
koma upp skipulagi við úrlestur hjartalínurita
en tökum þó fram að umfjöllunin hér er
ekki tæmandi. Venjið ykkur á að kíkja ekki
strax á hvað tækið segir heldur reynið að lesa
ritin sjálf og mynda ykkur skoðun. Æfingin
skapar meistarann og því er um að gera að
þræða ganga spítalans í leit að sem flestum
hjartalínuritum til að leysa. Gangi ykkur vel!
Heimildir
Thaler MS. The Only EKG Book You’ll Ever
Need. 9th ed. Philadelphia: Wolters Kluwer; 2019.
Myndaheimildir
Life in the fast lane. www.litfl.com
Mynd 25. ST-hækkanir geta haft ýmiss útlit
Mynd 24. ST-lækkun. A: Non-specific, B:
Niðurhallandi, C: Láréttar
A
B C
P
R
S
T
T T
S S
R R
Q
Q Q
PP
Mynd 27. Hyperkalemia
Mynd 28. Hypokalemia
Mynd 26. Leiðslur V7, V8 og V9 (til að greina
posterior infarct)
V8 V9V7