Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 60
Fr
óð
le
ik
ur
6
0
Öldrunardeild
Þegar manneskjur eldast fer að hægjast á öllu;
gönguhraða, tali og hægðum. Stofugangar
eru oft langir og því er gott að vera í góðum
skóm og stuðningssokkum, vera vel nærð og
með tóma blöðru. Farið inn á deildina með
opnum huga og ekki hafa fyrirfram ákveðna
fordóma gagnvart öldrun. Sjúklingarnir eru
fjölveikir á mörgum lyfjum og því með flókin
lyflæknisfræðileg vandamál.
Frá okkur:
Byltur er ein algengasta vísbending um undir-
liggjandi sjúkdóma og algengt vandamál hjá
öldruðum einstaklingum. Margir upplifa
kvíða og ótta við endurteknar byltur og tak-
marka því ferðir sínar sem getur fljótt leitt
til versnandi færni. Blóðprufur sem taka
á við byltum eru TSH, fólat, B12 og HbA1c
en þessi þættir geta haft áhrif á jafnvægi.
Einnig ætti að mæla réttstöðulágþrýsting
(ortho static hypotension) og meta hreyfifærni.
Til er byltumóttaka sem vinnur upp orsakir
endurtekinna bylta.
Frá sérfræðingum:
Sjúklingar með vitræna skerðingu vegna
heila bilunar munu þurfa að hætta að keyra.
Þó er mikilvægt að muna að meðan vitræn
skerðing er mjög lítil getur fólk enn ráðið við
að keyra bifreið örugglega. Hannaður hefur
verið áhættu reiknir til að meta stig skerðingar
og hjálpar læknum að greina betur hverja þarf
að meta betur og hverjir eiga alls ekki að keyra.
Áhættureiknirinn heitir Clinical Dementia
Rating (CDR). Fólk sem fær 0-0,5 er í lágri
áhættu á að vera óöruggir ökumenn. Fólk
sem fær 0,5-1 þarf að meta betur, helst með
ökukennara. Fólk sem fær 2 á ekki að keyra.
Þvagfæraskurðdeild
Typpi, typpi, typpi. Hver elskar þau ekki? Ef
þú gerir það ekki nú þegar muntu það eftir
þessa viku. Þú munt meira að segja vilja kaupa
þér (pissu)gula klossa eingöngu til að falla inn
í hópinn. Á þessari deild er lítil deildarvinna
og því gullið tækifæri til að setja upp þvagleggi
og sjá TURPa.
Frá okkur:
Þegar velja á myndrannsókn við einkennum
frá þvagfærum er um margt að velja. Gott
er að þekkja að minnsta kosti tvær þeirra,
muninn á þeim og hvenær þær eru viðeigandi.
CT þvagfærayfirlit: Tölvusneiðmynd með
litlum geislaskammti og án skuggaefnis. Á við
þegar grunur er um nýrnasteina þ.e. smásæ
(microscopic) blóðmiga með verkjum.
CT urographia: Þriggja fasa tölvusneiðmynd
með skuggaefni. Á við þegar grunur er um
krabba mein í þvagvegum þ.e. verkjalaus stór-
sæ (macroscopic) blóðmiga.
Frá sérfræðingum:
PSA á eingöngu að mæla sé klínískur grunur
um krabbamein í blöðruhálskirtli. Ekki
mæla PSA hjá karlmönnum með þvagteppu,
þvagfærasýkingu eða önnur bráð neðri
þvagvega vandamál þar sem PSA er yfirleitt
falskt hækkað við þessar aðstæður.
Ef blóð sést í byrjun eða í lok þvagláta
á það að öllum líkum uppruna sinn frá
blöðruhálskirtli eða þvagrás. Ef blóðið
kemur frá nýrum eða blöðru ætti það að hafa
blandast við þvag í blöðrunni og vera í allri
bununni. Í blöðruhálskirtils bólgu (prostatitis)
getur einnig sést blóð í sæði (hematospermia)
sem getur þá verið eina einkennið. Það er ekki
merki um alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm
og krefst ekki sérstakrar uppvinnslu eða
meðferðar.
Æðaskurðdeild
Á æða snýst allt um að koma blóðflæðinu
í gang. Það getur gerst á tvennan hátt, annað
hvort með grilli eða með opnun kalkaðra æða.
Deildin er mjög lítil og því ekki víst að það
séu aðgerðir alla daga. Þá er mjög gott að fara
á göngudeildina og æfa sig í að þreifa púlsa
og heyra æðasláttinn hljómfagra með Doppler
mælinum.
Frá okkur:
Ef þú þekkir æðarnar frá ósæð og niður í fætur
á CT þá ertu golden.
Frá sérfræðingum:
Skoðið vel púlsa í hnésbót hjá sjúklingum
með þekkt aortaaneurysma þar sem verulegur
hluti er með a.poplitea aneurysm. Eins hjá
sjúklingum með a.politea aneurysma skoðið
vel sjúkling m.t.t aortaaneurysma.
Kviðarholsskurðdeild
Ef þig hefur alltaf langað til að verða kírug
og ganga um í grænum scrubs með maskann
hangandi um hálsinn og fjólubláa skurðhúfu
þá ertu mættur á rétta deild. Hér er eins og
að vera í nammilandi. Þú getur valið á milli
þess að fara í aðgerðir, á göngudeild, vinna
deildarvinnu eða klára innskriftir. Úrvalið er
endalaust.
Frá okkur:
Steinar geta myndast í gallblöðru og gall-
vegum. Einkenni þess eru oft verkur í hægri
efri fjórðungi og hiti. Ef steinar festast
í opi gallblöðrunnar geta þeir valdið bráðri
gallblöðrubólgu (cholecystitis). Gallsteinar
í gall vegum valda hins vegar gallrásarbólgu
(cholangitis). Meginmunurinn milli þessa
tveggja sjúkdóma er að í gallrásarbólgu verður
einstak lingurinn gulur auk þess sem það er
lífshættulegt ástand.
Frá sérfræðingum:
Óþarfi er að endurtaka amylasa/lípasa mæl-
ingar í brisbólgu (pancreatitis) en þær segja
okkur ekki neitt. Mælum við frekar CRP til
að meta alvarleikann.
Alltaf þarf að skoða blöðrur (cysts) í brisi því
útiloka þarf intra-papillary mucinous neo-
plasm. Það er forstig krabbameins og getur
haft blöðrulíkt útlit.
Ef um er að ræða einangraða innan-lifrar
(intrahepatic) víkkun á gallvegum þá eru 80%
líkur á að það sé krabbamein. Því má aldrei
horfa framhjá.
Bæklunarskurðdeild
Ef þú elskar bora og hamra þá er bæklun fyrir
þig. Eða þá þú hefðir átt að fara í smiðinn.
Þau sem fýla ekki lyflæknisfræði eða að skrifa
dagála hafa svo sannarlega dottið í lukku-
pottinn á þessari deild. Hér er mikið af
aðgerðum og því kjörið tækifæri til að skrúbba
sig inn ef að þig þyrstir í blóð.
Frá okkur:
Nýtið tímann til að læra anatómíuna sem hefur
gleymst frá fyrsta árinu. Mælum sterklega með
að lesa allar bæklunarskoðanir sem hafa komið
í Læknanemann. Námsefnið er yfirgripsmikið
en þið græðið alltaf á því að kunna anatómíuna
og helstu bæklunarskoðanir.
Aorta
Common
Iliac Artery
External Iliac
Artery
Common Femoral
Artery
Superficial
Femoral Artery
Distal
Femoral Artery
Groin
Crease
Knee
Crease
Internal Iliac
Artery
Profund
Femoral
Artery
Anterior
Tibial Artery
Dorsalis
Pedis Artery
Popliteal
Artery
Tibio Peroneal
trunk
Posterior Tibial
Artery
Peroneal
Artery