Læknaneminn - 01.04.2020, Side 66

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 66
Fr óð le ik ur 6 6 Jón Magnús Jóhannesson Sérnámslæknir í lyflækningum Það má með sanni segja að COVID-19 (corona virus disease 2019), orsakað af kórónu - veirunni SARS-CoV-2 (Severe acute respira- tory syndrome coronavirus 2), sé merki legasti heilbrigðis tengdi at burður þessarar aldar (til þessa). Þessi heims faraldur hefur um - turnað heim inum og valdið fordæma lausum breyt ingum í skipu lagi og starf semi sam- félaga. Heilbrigðis kerfið hefur umturnast á ótrúlegum hraða: fjar lækningar hafa tekið stakka skiptum og nýrri göngu deild Land- spítala var komið upp á einni viku. Viðbrögð og sam staða heilbrigðis starfsfólks nær og fjær hefur sjaldan verið meiri en á þessum ógn- vænlegu og erfiðu – en jafnframt spennandi tímum. Þannig getur verið erfitt að átta sig á því hvernig umfjöllun um COVID-19 skal háttað – samanburður við fyrri heimsfaraldra, hvað við vitum um klíník sjúkdómsins, greiningar próf, hugsan legar með ferðir, bólu - setningar og þjóðfélags leg áhrif. Það væri nú þegar efni í heila bók. Þar sem að örveru fræði fær sjaldnast að skína á blað síðum lækna blaða fer ég á djúpið í veirufræði COVID-19, með sérstaka áherslu á hagnýta tengingu við klíník og þau flækjustigum sem fylgja þegar nýr smit sjúkdómur sprettur fram á sjónarsviðið. SARS-CoV-2 er kórónuveira, hjúpuð veira með erfðaefni úr RNA. Í hjúpnum eru nokkur prótín en mest áberandi er svokallað bindi- prótín (spike protein: SP) sem binst viðtaka á manna frumum sem kallast angíó tensín umbreytiensím (angiotensin converting enzyme 2: ACE2) og nær þannig að sýkja frumuna. Þá fara tannhjólin af stað - ACE2? Eins og í renin-angíótensín kerfinu (renin-angiotensin system, RAS)? Nafnakerfið hérna er ekki til þess fallið að auðvelda hlutina. Í RAS er angíótensín I breytt yfir í virkara form þess, angíótensín II, af ensíminu ACE. Angíó- tensín II virkar síðan bæði sem æðaherpandi efni og örvar myndun aldósteróns, sem örvar upptöku natríums og vökva af nýrunum. Þannig er RAS lykilþáttur í vökvastjórnun líkamans. ACE hefur samstæðu (homologue) sem nefnist ACE2 en bæði ensímin finnast í miklum mæli í lungnavef. ACE2, ólíkt frænda sínum, virkar sem stýriensím í RAS-kerfinu og óvirkjar angíótensín II. Þannig hafa okkar góðu ACE-hemlar (eins og enalapril) ekki áhrif á ACE2, heldur ACE. 1,2 Einfalt, er það ekki? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ACE2 hefur verið í sviðs ljósinu í tengslum við kórónuveirur - bæði SARS- CoV (orsakavaldur SARS) og HCoV-NL63 (ein af kórónuveirunum sem valda hefð- bundnu kvefi) bindast ACE2 líka. Þegar SARS hræddi allan heiminn (og stuttu síðar gleymdist með öllu) fóru rannsóknir af stað til að skoða hvar ACE2 mátti finna - og viti menn, hann má finna í munn- og nefslímhúð, nefkoki, lungum, maga, smágirni, ristli, húð, eitlum, hóstarkirtli, beinmerg, milta, lifur, nýrum og heila. Þannig er bindigeta SARS- CoV-2 við ACE2 greinilega ekki ráðandi þátturinn í hennar einkennamynstri, þó hún sé vissulega einn þeirra.2,3 SARS-CoV-2 virðist sýkja fyrst og fremst tvö kerfi: öndunarfæri og meltingarfæri. Dreifing veirunnar endurspeglast ágætlega af því, þar sem dropa- og snertismit virðast skipta mestu máli í smiti veirunnar milli manna. Ekki hefur verið sýnt fram á dreifingu veirunnar með saur þó hana megi finna í hægðum og þó hún valdi einkennum frá meltingarvegi í vissum hluta sjúklinga. Hins vegar ber að hafa eitt í huga varðandi kórónuveirur; þó þær séu hjúpaðar eru þær alls ekki viðkvæmar. Þær geta verið virkar á yfirborði hluta svo dögum skiptir, sérstaklega við kaldar og hlutfallslega rakar aðstæður. SARS-CoV-2 virðist sjálf geta haldist virk í allt að 3 daga á plasti og ryðfríu stáli. Þannig er áætlað að SARS-CoV-2, líkt og önnur skyldmenni hennar, dreifi sér mark tækt með hlutum í umhverfi (kallast í fræðunum „fomites“).4,5,8 Hvað þá með úða (aerosol)? Úði er samansafn einda í föstu formi eða vökvaformi sem svífa í lofti og falla ekki strax til jarðar, ólíkt dropum. Við myndum úða við fjölmörg tækifæri, til dæmis hósta, hnerra og meira að segja við almennt spjall. Þannig getur maður orðið útsettur fyrir úða frá öðrum einfaldlega með því að deila sama rými. Það hvort smitsjúkdómur dreifist með úða eða ekki er alls ekki klippt og skorið. Enn þann dag í dag erum við að læra nýja hluti um dreifingarleiðir sýkla og hvaða hlutverki úði gegnir í því samhengi. Nokkrir smitsjúkdómar dreifa sér án nokkurs vafa með úða. Þar má helst nefna mislinga, hlaupabólu og berkla. Hins vegar er nú talið líklegt að fjöldamargir sýklar geti mögulega dreifst með úða, sérstaklega við viss tækifæri þar sem mikill, smitandi úði myndast (má segja að þetta sé tækifærissmitleið). Þetta á sérstaklega við um svokölluð úðamyndandi læknisfræðileg inngrip (aerosol-generating medical procedures: AGMP), eins og barkaþræðingu, notkun ytri öndunarvéla eða háflæðigjöf súrefnis um nös. Þó ekki sé vísbending um dreifingu SARS- CoV-2 með úða úti í samfélaginu ber án nokkurs vafa að gera ráð fyrir úðasmiti innan heilbrigðiskerfisins sem stendur, sérstaklega þegar AGMP eru framkvæmd.5,6,7 Þannig berst SARS-CoV-2 fyrst og fremst til okkar í gegnum efri öndunarfærin. Hvað gerist svo? Hún virðist byrja að fjölga sér í efri öndunarfærum og færa sig með tímanum niður í neðri öndunarfæri (þ.e. lungnavef ), þó er þetta enn sem komið er ekki fullvíst. Einnig virðist hún fjölga sér í meltingarvegi, sem svipar til bæði SARS-CoV og MERS- CoV (sem veldur Middle-East respiratory syndrome). Í efri öndunarfærum fjölgar veiran sér helst í nefkoki og er því mikilvægt að sýni frá efri öndunarfærum séu alltaf tekin úr nef- og munnkoki, til að hámarka líkur á greiningu veirunnar (eins óþægilegt og það er að fá pinna troðinn upp hálfa leið að heilanum í leiðinni). Mest er af veirunni í efri öndunarfærum snemma í veikindum en þegar líður á fer veiran í vaxandi mæli niður í neðri öndunarfærin. Nú er fínt að rifja upp hvaða sýni við getum fengið frá neðri öndunarfærum Kórónan á bak við krísuna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.