Læknaneminn - 01.04.2020, Side 67

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 67
R itr ýn t ef ni Fr óð le ik ur 6 7 – þar er helst hráki en hrákasýni verða gjarnan útundan af ýmsum ástæðum. Ef ákveðið er að berkjuspegla sjúklinga er hins vegar hægt að fá berkjuskol (bronchoalveolar lavage). Ef merki eru um sýkingu í neðri öndunarfærum eru sýni þaðan gulls ígildi – þar má finna mest af veirunni. Að lokum má nefna að lítill hluti sjúklinga eru með greinanlega veiru í blóði.8,9,10 Við vitum þannig að SARS-CoV-2 er hjúpuð kórónu veira sem dreifist með dropum og snert ingu til efri öndunarfæra, binst ACE2 og kemst þannig inn í líkamsfrumur. Hún fjölgar sér snemma í efri öndunarfærum og dreifist líklegast þaðan víðar til lungna og meltingarvegar. Þar fyrir utan virðist veiran geta dreift sér prýðilega vel milli manna. Hvernig getur glæný veira verið svo fjöl- kunnug; og af hverju í veröldinni heitir hún svona leiðinlegu nafni? Nú þurfum við að kafa aðeins ofan í erfðamengi veirunnar. Þegar búið er til skyldleikatré (phylogenetic tree) fyrir hinar mismunandi kórónuveirur fellur SARS- CoV-2 innan ættkvíslarinnar Betacoronavirus og tegundarinnar Severe acute respiratory syndrome-related coronavirus. Skemmst er frá því að segja að nafnakerfi veira er talsvert frá- brugðið nafnakerfi lífvera. Af mannaveirum er SARS-CoV (munið, það er orsakavaldur SARS) skyldust nýju kórónuveirunni og aðrar skyldar veirur bera allar nafnið SARS-CoV í einhverju formi. Þannig er eðlislægast að nýjasta veiran hljóti nafnið SARS-CoV-2.11 Talið er að allar kórónuveirur komi uppruna- lega úr öðrum dýrum en mönnum. Við vitum að SARS-CoV og MERS-CoV bárust frá vissum kattardýrum (palm civets) og dróme- dörum (tegund af úlfalda) til manna, hvor um sig. Þó komu báðar veirurnar frá leðurblökum upprunalega. Einnig er talið að ein gerð kórónuveiru sem veldur kvefi, HCoV-OC43, komi frá kúm. Skyldasta veira SARS-CoV-2 þessa stundina er kórónuveira frá leðurblökum (RaTG13) en munur á erfðaefni veiranna er nógu mikill til að útiloka að RaTG13 hafi verið beinn undanfari SARS-CoV-2. SP sem finnst í SARS-CoV-2 er mjög líkt SP í vissri gerð kórónuveira meðal beltisdýra (Manis javanica) en SARS-CoV-2 virðist hafa fengið erfðaröð þaðan. Veiran barst þó líklegast ekki til manna beint frá beltisdýrinu. Sem sagt, við vitum lítið um nákvæman uppruna veirunnar eða hvort millihýsill hafi verið til staðar. Það sem við vitum fyrir víst er að veiran er upprunnin úr náttúrunni, ekki rannsóknarstofu - sem ætti ekki að koma á óvart. Það er hins vegar enn óljóst hvernig hún hefur náð að dreifast svo vel milli manna - er það hrein tilviljun að kórónuveira í beltisdýrum geti einnig bundist vel við frumur í mannverum? Er möguleiki að veiran hafi borist nokkrum sinnum milli manna og dýra, með aðlögun í leiðinni? Þetta eru spurningar sem á eftir að svara.11,12,13,16 Ef veirur geta aðlagast svona vel að mis- munandi hýslum, breytast þær þá ekki á ógnar hraða? Var ekki einhver rannsókn sem sýndi fram á tvær gerðir SARS-CoV-2? Tang og félagar skoðuðu nánar erfðamengi veirunnar úr sýnum víða að. Greindu þeir frá tveimur að skildum arf gerðum veirunnar – S-gerð og L-gerð. Munurinn var í vissum kirna breytileikum (single-nucleotide polymorphism: SNP), stökk breytingu á einum stað í erfðae fninu, sem þeir töldu geta stuðlað að svipgerðar breytingu hjá veirunni. Fljótlega kom hins vegar gagnrýni á rannsóknina þar sem engar klín ískar upplýs ingar liggja að baki þess að mis munandi arf gerðir SARS-CoV-2 skipti máli í dreifingar getu veirunnar, hvað þá í alvar leika sjúk dómsins. Því er of snemmt að tala um mis munandi gerðir SARS-CoV-2 að svo stöddu, að minnsta kosti frá klínísku sjónarhorni.14,15 Þó margt af þessu virðist fjarlægt klínískri vinnu er það ekki raunin. Tjáning á ACE2, sem SARS-CoV-2 notar til að komast inn í frumur, getur aukist af ýmsum ástæðum. Tveir lyfjaflokkar þar sem þetta á við eru ACE-hemlar og angíótensín-viðtakahemlar (angiotensin receptor blockers). Sú kenning kom fljótt að þessi lyf gætu þannig aukið hættu á smiti með SARS-CoV-2. Hins vegar, miðað við það sem við vitum um ACE2, eru merki um að ensímið sé verndandi fyrir lungun í sýkingum. Þannig hafa fjöldamörg samtök lagt ríka áherslu á að notkun þessara lyfja skuli ekki stöðva nema að skilgreindar frábendingar séu til staðar.17 Við vitum lítið hvað nákvæmlega gerist milli þess sem veiran sýkir frumu og sjúkdómurinn COVID-19 sprettur fram. Hins vegar eru nú komin sterk gögn um að ofvirkt ónæmissvar Binding bindipróteina við ACE2 Angíótensín II viðtakar af gerð I ACE Staðbundin eða útbreidd sýking eða sýklasótt ACE2 Innganga veiru, endurritun og ACE2 stýrð fækkun Bráður lungnaskaði Óhagstæð hjartaendurmótun Æðasamdráttur Gegndræpi æða Angíótensín (1-9) Angíótensín I Angíótensín II Angíótensín (1-7) ACE hemill ARBs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.