Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 71

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 71
R itr ýn t ef ni Fr óð le ik ur 71 Voru aðrir vinnustaðir fyrirmynd að breytingunum? Skoðuð voru næstum því öll mötuneyti á Íslandi og einnig var farið erlendis til að skoða mötuneyti þegar breytingarnar voru fyrir hugaðar. Sigrún og Eygló nefna að ekki sé beint verið að herma eftir neinum sérstökum stað en að hug myndirnar komi víðs vegar að. Sér staðan við matsali Landspítala er sú að fólk frá 16 ára upp í 70 ára nýtir sér þjónustuna og bak grunnur fólks er ólíkur. Þangað kemur skrifstofu fólk, fólk sem vinnur erfiðis vinnu, iðnaðar menn, fólk sem er á 12 tíma vöktum og svo fólk sem vinnur bara í hádeginu. Auk þess er eiginlega ekkert annað mötuneyti sem er einnig með kvöldmat og opið á jólunum og páskunum. Er nýja greiðslukerfið að skila hagnaði eða tapi? Áður fyrr var staðlað verð fyrir matinn, en núna er maturinn vigtaður og verðið í samræmi við magn matar. Það var aldrei markmiðið að græða á þessu og þetta er ekki að skila inn auknum tekjum. Meðalskammturinn liggur ennþá sitt hvoru megin við verðið sem var áður. Munurinn er aðallega sá að kerfið er orðið mun sanngjarnara en áður. Fólk á auðveldara með að meta skammtastærðirnar sínar sjálft og þar af leiðandi minnkar matarsóun. Flestir eru ánægðir en auðvitað eru það ekki allir. Fyrir þá sem vilja borða léttan hádegis- mat þá munar um að geta borgað 300-400 kr í stað 500 kr í hvert skipti. Þeir sem borða aftur á móti mikið borga þá meira og það er sanngjarnara kerfi. Er fylgst með matarsóun? „Já við fylgjumst með matarsóun.“ segja Sigrún og Eygló. Gerð var tilraun á Hring- braut fyrir breytingarnar þar sem úrgangur var vigtaður. Á næstunni verður gerð sam bærileg könnun þar sem úrgangur verður vigtaður eftir breytingar og einnig verða teknar stikk- prufur reglulega. Sigrún og Eygló nefna að því miður sé ekki aðstaða til að vigta úrgang daglega. Það væri þó draumur segja þær að geta birt tölur yfir hversu miklu er hent og upplýsa þannig viðskiptavini um matarsóun á Landspítalanum. Af hverju eru ekki flokkunartunnur í matsölunum? Það hefur verið reynt oftar en einu sinni að hafa flokkunartunnur í stóru matsölunum. Starfsfólk Landspítala flokkar bara ekki að sögn Sigrúnar og Eyglóar. Vandinn liggur í því að ekki er skolað eða sett í rétta tunnu og pokinn verður þar með ónýtur. Búið er að reyna þetta þrisvar sinnum þar sem settar hafa verið upp leiðbeiningar en það hefur aldrei gengið eftir. Sigrún og Eygló hafa þó ekki gefist upp. Þær nefna að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um mikilvægi flokkunar og með tímanum verði þetta auðveldara. Þó séu flokkunartunnur í sumum minni matsölunum en ekki í þessum stærstu. Þurfti að gera breytingar á mönnun? Við breytingarnar var engum sagt upp. Í matsal Landspítalans vinnur nú starfsfólk frá 8-20 á kaffihúsinu en það var ekki áður. Fyrir breytingarnar var einn starfsmaður frá 8-16 að afgreiða kaffi en nú eru alltaf tveir. Starfsmaðurinn sem var á kassanum er nú að aðstoða við sjálfsafgreiðsluna. Þeir sem voru að skammta eru nú að sinna línunum t.d. að fylla á. Það er alveg jafn mikil mönnun og áður á kvöldin og nú er meiri mönnun um helgar því kaffihúsið er opið. Var verið að fylgja umhverfissjónarmiðum? T.d. minnka plast? ELMA var Svansvottuð fyrir og því var ekkert plast notað. Sigrún og Eygló segja að búið sé að reyna setja kröfur á byrgja um að minnka plast. Til dæmis hafi einn byrginn notað frauðplastbakka undir tilbúna hamborgara þar til sótt hafði verið stíft að honum um að hætta því. Í ,,take-away” vörurnar (hnífapör, matarbox, rör o.s.frv.) úr matsölunum er bara notaður pappi og plöntusterkja. Límmiðarnir sem límdir eru á smoothie-glös eru framleiddir með bleki sem gerir fólki kleift að henda þeim í lífrænt rusl. Hvernig gengu breytingarnar á þeim matsölum sem hefur verið breytt? Eftir á að hyggja hefur þetta gengið rosalega vel. Þetta er náttúrulega spítali þannig það var ekkert grín að fá iðnaðarmenn í eldhúsið. Verkefnið var alltaf í keppni við aðrar einingar og deildir spítalans þar sem voru mikilvægari verkefni sem þurfti að sinna. Þess vegna opnuðu salirnir seinna en áætlað var. Planið var að opna um mitt sumar 2019 en opnað var um miðjan september. Unnið var í báðum húsunum í einu, Hringbraut og Fossvogi, sem reyndist ansi stór pakki. Sigrún og Eygló nefna að það hafi verið ótrúlegt hvað viðskiptavinirnir létu þetta lítið á sig fá. Þær áttu von á því að fólk yrði verulega þreytt á framkvæmdunum en starfsfólk Landspítala var ákveðið í að fá einhverjar breytingar. Það varð ekki minnkun í viðskiptum á meðan á framkvæmdum stóð og það barst ekki einn einasti tölvupóstur með kvörtun. „Það var ótrúlega gaman að vinna að svona jákvæðum breytingum.“ segja þær. Hvernig hafa viðbrögðin verið? Það eru miklu fleiri komur í matsalina en það sést á fjölda seldra skammta. Helstu breytingarnar í álagi sjást um miðjan dag. Hérna áður fyrr var nánast aldrei neinn í matsalnum á þeim tíma nema helst þá daga sem boðið var upp á vöfflur. Nú kemur fólk á kaffihúsið á öllum tímum dags og sjá Sigrún og Eygló sjúklinga og aðstandendur koma í meira mæli en áður. Við viljum líka þjónusta þann hóp. Fólk er að koma á kaffihúsið og kaupa sér eitthvað sem það tekur með sér eða getur sest niður á staðnum. Geta allir komið og keypt sér mat hjá ykkur? „Já það er ekkert mál. Í sjálfsafgreiðslu- kassanum getur fólk valið að borga með sínu greiðslu korti. Matsalurinn á að vera opinn fyrir alla - starfsfólk, sjúklinga og aðstand- endur.“ segja Sigrún og Eygló. Er gert ráð fyrir öðrum gestum í matsalinn en starfsfólki þegar verið er að áætla hvað á að elda mikið? Ef það kæmi einn dagur þar sem 100 aðstandendur myndu koma og kaupa sér mat þá væri starfsfólk matsalsins ekki í stakk búið að afgreiða það aukalega. Frekar er gert ráð fyrir að salan aukist stigvaxandi á næstu „Starfsfólk Landspítala flokkar bara ekki að sögn Sigrúnar og Eyglóar. Vandinn liggur í því að ekki er skolað eða sett í rétta tunnu og pokinn verður þar með ónýtur. Búið er að reyna þetta þrisvar sinnum þar sem settar hafa verið upp leiðbeiningar en það hefur aldrei gengið eftir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.