Læknaneminn - 01.04.2020, Page 74
Fr
óð
le
ik
ur
7
4
Veldur pillan
vanlíðan?
Um kvenhormón og andlegar
aukaverkanir af getnaðarvarnarpillum
Sigríður Margrét Þorbergsdóttir
Annars árs læknanemi 2019-2020
Yfir 100 milljónir manns um heim allan nota
hormónagetnaðarvörn á töfluformi.1 Notkun
hennar er svo algeng að lyfið er einfaldlega
kallað pillan í daglegu tali. Pillan var tekin í
notkun árið 1960 og varð hún því sextug í ár.1
Til eru margar útgáfur af pillunni sem allar
innihalda tilbúin sterahormón sem annars eru
framleidd í eggjastokkunum; ýmist estrógen
og prógesterón eða eingöngu prógesterón. Við
töku þessara hormóna truflast hefðbundnar
sveiflur í framleiðslu þeirra sem annars stýra
tíðahringnum og þar með egglosi. Pillan
er talin vera öruggasta getnaðarvörnin á
markaðnum í dag en hún veitir meira en 99%
öryggi gegn getnaði sé hún tekin samkvæmt
leiðbeiningum.2
Estrógen og prógesterón hafa víðtæk áhrif í
líkamanum enda eru dæmi um að fólk taki
pilluna í öðrum tilgangi en að koma í veg fyrir
getnað. Þannig getur pillan til dæmis hjálpað
fólki í baráttunni við bólur.2,3 Þá hjálpar pillan
einnig við að koma reglu á tíðablæðingar og
við að stilla sársaukanum í hóf sem fylgir þeim,
glími fólk við tíðaþrautir (dysmenorrhoea).4,5
Pillunni geta þó, líkt og flestum lyfjum, fylgt
marg víslegar aukaverkanir. Dæmi um slíkar
auka verkanir eru blettablæðingar, ógleði,
höfuð verkir og eymsli í brjóstum.2 Þá hefur
pillan verið tengd við aukna hættu á bæði
blóð töppum og brjósta krabbameini.2 Pillunni
geta einnig fylgt auka verkanir sem lúta að
geð heilbrigði og líðan. Áhrif pillunnar á líðan
hafa lítið verið rann sökuð þrátt fyrir að vera
þær auka verkanir sem hvað oftast fá notendur
til þess að hætta á pillunni.1
Tíðahringurinn
Tíðahringurinn er drifinn áfram af sveiflu-
kenndri hormónaframleiðslu og samspili
undir stúku, heiladinguls og eggjastokka.
Honum má skipta upp í tvo hringi sem fara
fram samtímis; eggjastokks hring annars vegar
og leg hring hins vegar, með tilliti til breyt-
inga sem verða á viðkomandi líff ærum við
hormóna sveiflur tíða hringsins. Í heila dingli
eru fram leidd eggbús stýrihormón (follicle-
stimulating hormone eða FSH) og gulbús-
stýrihormón (luteinizing hormone eða LH).
FSH veldur framleiðslu estrógens í eggja-
stokkum sem hefur til dæmis þau áhrif að
auka æðanæringu til legslímu og að undirbúa
legið fyrir bólfestu fósturvísis. Hömlur eru á
stýrihormónaframleiðslu þar til hámarki er
náð í estrógenframleiðslu, rétt fyrir egglos, en
þá verður sprenging í losun FSH og LH. Mikil
og snöggleg hækkun í LH hefur þá þau áhrif
að ýta undir egglos. Eftir egglos fellur magn
estrógens á ný og rofið eggbú verður að gulbúi.
Gulbú heldur áfram estrógenframleiðslu en
tekur auk þess að framleiða prógesterón fyrir
tilstuðlan LH. Verði ekki frjóvgun brotnar
gulbúið niður undir lok tíðahrings og dregur
þá verulega úr styrk beggja hormónanna sem
það framleiðir, æðanæring til legs minnkar
og legslímunni er skilað út með blóði.
Verði hinsvegar frjóvgun styður gulbúið við
meðgöngu á fyrstu stigum hennar með áfram-
haldandi framleiðslu prógesteróns. Lengd
tíðahrings er að meðaltali 28 dagar en getur
verið breytileg milli einstaklinga og mánaða.6
Víðtæk áhrif kvenhormóna
Estrógen er að mestu framleitt í eggjastokkum
en er þó einnig framleitt í fituvef, beinum,
húð, lifur og nýrnahettum.7 Nokkrar gerðir
estrógens eru framleiddar í líkamanum en
sú sem framleidd er í eggjastokkum nefnist
estradíól.7 Estrógen hefur líkt og fyrr segir
víðtæk áhrif enda eru viðtakar fyrir það víða í
líkamanum.7 Fyrir utan að koma að stjórnun
tíða hrings og meðgöngu hefur estrógen til
dæmis áhrif á hugræna starfsemi (cognitive
function).8 Þessi áhrif hafa ekki verið útskýrð
að fullu en lækkun í styrk estrógens eftir
tíðahvörf er af mörgum talin ýta undir elliglöp
leghafa.8 Þá hamlar estrógen þroska beináts-
fruma og stuðlar þannig að bein uppbyggingu,
sem útskýrir auknar líkur á bein þynningu
eftir tíðahvörf.9 Estrógen gegnir einnig mikil-
vægu hlutverki í kynþroska með því að stuðla
að þroskun kyneinkenna á borð við brjóst og
kynfærahár. 10
Þekkt er að fólk sem hefur blæðingar finni
fyrir mun á sér eftir því hvar það er statt í tíða-
hringnum. Til að mynda er þekkt að húð og